Ef þú ert með meistarabréf, eða sambærilega menntun (til dæmis rafmagnsiðnfræði, byggingarfræði eða erlent nám) getur þú sótt um löggildingu iðnmeistara á Mínum síðum HMS. Sem löggiltur iðnmeistari hefur þú réttindi til að vinna sem slíkur undir stjórn byggingarstjóra og birtist á lista yfir löggilta iðnmeistara. Til að geta tekið ábyrgð á leyfisskyldum verkum þarf löggiltur iðnmeistari einnig að hafa samþykkt gæðastjórnunarkerfi.
Þetta á við um alla iðnmeistara nema rafvirkja, en til að taka að sér verk við raflagnir þarf viðkomandi að vera löggiltur rafverktaki.
Sækja um löggildingu iðnmeistara
Þú sækir um löggildingu á þinni iðngrein á Mínum síðum HMS. Þar fyllir þú inn persónulegar upplýsingar og upplýsingar um menntun.
Fylgigögn
Afrit af meistarabréfi (útgefið af sýslumanni).
Staðfesting á námi frá meistaraskóla eða sambærilegu námi (metið hjá Iðunni fræðslusetri).
Þú færð staðfestingartölvupóst þegar umsókn hefur verið send inn. Ef einhverjar upplýsingar vantar mun HMS hafa samband við þig með tölvupósti.
Umsókn samþykkt
Þegar umsókn hefur verið samþykkt færðu tölvupóst um að krafa hafi verið birt í heimabankanum þínum. Þegar þú hefur greitt gjaldið verður löggildingarskjalið sent til þín með bréfpósti og þú birtist á lista yfir löggilta iðnmeistara.
Umsókn synjað
Ef þú uppfyllir ekki skilyrðin eða einhver gögn vantar eða krefjast nánari útskýringar verður haft samband við þig með tölvupósti.
Kostnaður
Gjald fyrir útgáfu löggildingar er 12.000 krónur.
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun