Fara beint í efnið

Löggilding mannvirkjahönnuða

Ef þú ert með meistaragráðu í námi tengdu mannvirkjahönnun, eða B.Sc. í rafiðnfræði, byggingarfræði eða tæknifræði, og uppfyllir kröfu um starfsreynslu getur þú sótt um löggildingu hönnuða á Mínum síðum HMS að undanförnu námskeiði í löggildingu mannvirkjahönnuða hjá Iðunni. Sem löggiltur hönnuður hefur þú réttindi til að skila teikningum inn til byggingarfulltrúa auk þess að birtast á lista yfir löggilta hönnuði.

Réttindi til teikninga

Arkitektar, byggingarfræðingar, byggingarverkfræðingar og byggingartæknifræðingar

  • Aðaluppdrættir.

  • Uppdrættir að skipulagi lóða og tilheyrandi deiliuppdrættir.

Verk- og tæknifræðingar

  • Burðarvirkjun.

  • Boðveitur.

  • Rafkerfi og raflagnir.

  • Lýsingakerfi.

  • Vatns-, hita- og fráveitukerfi.

  • Loftræstikerfi.

Innanhúss- og landslagsarkitektar

  • Séruppdrættir á viðkomandi sviði.

Rafiðnfræðingar

Skilyrði um starfsreynslu

Mannvirkjahönnuður

Útskrift og hafið störf eftir 1. janúar 2011

Útskrift og hafið störf frá 1. jan. 1998 til 1. jan. 2011

Útskrift og hafið störf frá 1. jan. 1978 til 1. jan. 1998

Útskrift og hafið störf fyrir 1. janúar 1978

Arkitektar

3 ár

Engin krafa

2 ár

2 ár

Byggingarfræðingar

3 ár

20 mánuðir

2 ár

2 ár

Verk- og tæknifræðingar

3 ár

3 ár

2 ár

2 ár

Byggingarverkfræðingar og -tæknifræðingar v/aðaluppdrátta

5 ár

5 ár

2 ár

2 ár

Innanhúss- og landslagsarkitektar

3 ár

3 ár

3 ár

-

Rafiðnaðarfræðingar

3 ár

3 ár

-

-

Sjá nánar um umsóknarferlið.