Löggilding mannvirkjahönnuða
Ef þú ert með meistaragráðu í námi tengdu mannvirkjahönnun, eða B.Sc. í rafiðnfræði, byggingarfræði eða tæknifræði, og uppfyllir kröfu um starfsreynslu getur þú sótt um löggildingu hönnuða á Mínum síðum HMS að undanförnu námskeiði í löggildingu mannvirkjahönnuða hjá Iðunni. Sem löggiltur hönnuður hefur þú réttindi til að skila teikningum inn til byggingarfulltrúa auk þess að birtast á lista yfir löggilta hönnuði.
Réttindi til teikninga
Arkitektar, byggingarfræðingar, byggingarverkfræðingar og byggingartæknifræðingar
Aðaluppdrættir.
Uppdrættir að skipulagi lóða og tilheyrandi deiliuppdrættir.
Verk- og tæknifræðingar
Burðarvirkjun.
Boðveitur.
Rafkerfi og raflagnir.
Lýsingakerfi.
Vatns-, hita- og fráveitukerfi.
Loftræstikerfi.
Innanhúss- og landslagsarkitektar
Séruppdrættir á viðkomandi sviði.
Rafiðnfræðingar
Rafkerfi og raflagnir (sjá stærðartakmörkun viðkomandi veitna í reglugerð).
Skilyrði um starfsreynslu
Mannvirkjahönnuður | Útskrift og hafið störf eftir 1. janúar 2011 | Útskrift og hafið störf frá 1. jan. 1998 til 1. jan. 2011 | Útskrift og hafið störf frá 1. jan. 1978 til 1. jan. 1998 | Útskrift og hafið störf fyrir 1. janúar 1978 |
---|---|---|---|---|
Arkitektar | 3 ár | Engin krafa | 2 ár | 2 ár |
Byggingarfræðingar | 3 ár | 20 mánuðir | 2 ár | 2 ár |
Verk- og tæknifræðingar | 3 ár | 3 ár | 2 ár | 2 ár |
Byggingarverkfræðingar og -tæknifræðingar v/aðaluppdrátta | 5 ár | 5 ár | 2 ár | 2 ár |
Innanhúss- og landslagsarkitektar | 3 ár | 3 ár | 3 ár | - |
Rafiðnaðarfræðingar | 3 ár | 3 ár | - | - |
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun