Fara beint í efnið

Löggilding mannvirkjahönnuða

Sækja um löggildingu hönnuða

Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði

Umsókn um námskeið

Fyrst þarftu að sækja um að komast í námskeið í löggildingu mannvirkjahönnuða á Mínum síðum HMS. Námskeiðið er haldið af Iðunni fræðslusetri, að jafnaði bæði að vori og hausti. Opnað er fyrir skráninguna á Mínum Síðum HMS um það bil mánuði fyrir næsta námskeið (utan þess tíma er umsóknin ekki sjáanleg inni á Mínum síðum). Nánari upplýsingar um námskeiðið og hvort námskeið er á döfinni má finna á vefsíðu Iðunnar.

Fylgigögn

Iðan fræðslusetur hefur samband um nákvæma dagsetningu námskeiðisins og sendir reikning í heimabanka þinn.

Þegar námskeiði er lokið fær HMS prófniðurstöður þínar og gefur út prófskírteini sem þú færð sent í bréfpósti.

Umsókn um löggildingu

Umsókn um löggildingu

Þegar þú hefur staðist námskeiðið getur þú sótt um löggildinguna sjálfa. Það gerir þú á Mínum síðum HMS.

Þú færð staðfestingartölvupóst þegar umsókn hefur verið send inn. Ef einhverjar upplýsingar vantar mun HMS hafa samband við þig með tölvupósti.

Þegar umsókn hefur verið samþykkt færðu tölvupóst um að krafa hafi verið birt í heimabankanum þínum. Þegar þú hefur greitt gjaldið verður löggildingarskjalið sent til þín með bréfpósti og þú birtist á lista yfir löggilta mannvirkjahönnuði.

Kostnaður

Gjald fyrir útgáfu löggildingar er 12.000 krónur.