Starfsleyfi byggingarstjóra
Byggingarstjórar stjórna og bera ábyrgð á byggingarframkvæmdum. Starfsleyfin eru þrjú og með mismunandi heimildum sem takmarkast af gerð mannvirkis og umfangi framkvæmda.
Byggingarstjóri I
Leyfi til að stjórna framkvæmdum við nýbyggingu, viðhald, breytingu, endurbyggingu og niðurrif mannvirkja sem eru allt að 2.000 fermetrar að flatarmáli og mest 16 metrar að hæð. Leyfið gildir ekki fyrir mannvirki sem varða almannahagsmuni, til dæmis sjúkrahús, byggingar vegna löggæslu, samgöngumiðstöðvar, skólahúsnæði, eða mannvirki sem falla undir leyfi byggingarstjóra II.
Þau sem geta sótt um þetta starfsleyfi eru:
Löggiltir iðnmeistarar (húsasmíða-, múrara- , pípulagninga-, rafvirkja- og blikksmíðameistarar) og byggingariðnfræðingar með að minnsta kosti 2 ára starfsreynslu.
Arkitektar, byggingar-, tækni- og verkfræðingar með löggildingu og að minnsta kosti 5 ára starfsreynslu af byggingarframkvæmdum, hönnun bygginga, byggingareftirliti eða verkstjórnun við byggingarframkvæmdir (geta sótt um leyfi III samhliða).
Starfandi byggingarstjórar fyrir 1. janúar 2011 (samkvæmt bráðabirgðaákvæði í
Byggingarstjóri II
Leyfi til að stjórna framkvæmdum við nýbyggingu, viðhald, breytingu, endurbyggingu og niðurrif vatnsaflsvirkjana, jarðvarmavirkjana og annarra orkuvera, olíuhreinsunarstöðva og vatnsstífla sem falla undir 1. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum.
Þau sem geta sótt um þetta starfsleyfi þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Tækni- og verkfræðingar með löggildingu sem hönnuðir, frá HMS eða háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.
Að minnsta kosti 10 ára starfsreynsla af verkstjórnun við mannvirkjagerð, byggingareftirliti eða hönnun, þar af 3 ára starfsreynsla af stjórnun eða eftirliti við mannvirkjagerð.
Hafa starfsleyfi byggingarstjóra I og III.
Byggingarstjóri III
Leyfi til að stjórna framkvæmdum við nýbyggingu, viðhald, breytingu, endurbyggingu og niðurrif allra annarra mannvirkja en þeirra sem falla undir leyfi I og II.
Þau sem geta sótt um þetta starfsleyfi eru:
Iðnmeistarar (húsasmíða-, múrara- , pípulagningar, rafvirkjunar og blikksmíðameistarar) og byggingariðnfræðingar með að minnsta kosti 3 ára starfsreynslu sem byggingarstjóri I.
Arkitektar, byggingar-, tækni- og verkfræðingar með að minnsta kosti 5 ára starfsreynslu af byggingarframkvæmdum, hönnun bygginga, byggingareftirliti eða verkstjórnun við byggingarframkvæmdir (geta sótt samhliða leyfi I).
Starfandi byggingarstjórar fyrir 1. janúar 2011 (samkvæmt bráðabirgðaákvæði í
Þjónustuaðili
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun