Starfatorg - laus störf hjá ríkinu
Leit
177 störf fundust
Skrifstofustörf
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Skrifstofustarf
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum auglýsir laust til umsóknar skrifstofustarf á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ. Um er að ræða heilt stöðugildi og þarf viðkomandi að geta hafið störf 1. febrúar 2026.
Suðurnes
Heilbrigðisþjónusta
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur við umsjón útskrifta á smitsjúkdómadeild
Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingi til starfa við skipulag og umsjón með útskrift sjúklinga smitsjúkdómadeildar í Fossvogi. Starfshlutfall er 50%, um er að ræða dagvinnu virka daga og er starfið laust 1. febrúar 2026 eða eftir nánara samkomulagi.
Höfuðborgarsvæðið
Kennsla og rannsóknir
Háskólinn á Akureyri
Aðjúnkt(ar) við námsbraut í lögreglufræði
Háskólinn á Akureyri auglýsir stöðu(r) aðjúnkt(a) við námsbraut í lögreglufræði við Félagsvísindadeild, Hug- og félagsvísindasviðs.
Norðurland eystra
Heilbrigðisþjónusta
Sjúkrahúsið á Akureyri
Sumarstörf 2026 - Aðstoð á rannsóknarstofu í lífeðlisfræði
Ertu góður liðsmaður og langar þig í sumarstarf í hvetjandi og lærdómsríku umhverfi? Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) óskar eftir starfsmanni í sumarafleysingu á rannsóknarstofu í lífeðlifræði. Um er að ræða dagvinnu í fjölbreyttu og krefjandi starfi.
Norðurland eystra
Sérfræðistörf
Landbúnaðarháskóli Íslands
Verkefnastjóri fjármála/Financial Project Manager
Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) er að auka og styrkja rannsóknaþjónustu háskólans og leitar að reynslumiklum og metnaðarfullum verkefnastjóra fjármála til að ganga til liðs við rannsókna- og alþjóðateymi háskólans.
Höfuðborgarsvæðið
Kennsla og rannsóknir
Háskólinn á Akureyri
Lektor við námsbraut lögreglufræða
Háskólinn á Akureyri auglýsir 100% stöðu lektors við námsbraut lögreglufræða við Félagsvísindadeild Hug- og félagsvísindasviðs. Háskólinn á Akureyri leitar eftir sérfræðingi á fræðasviðum félagsvísinda sem tengjast viðfangsefnum lögreglunnar og löggæslu.
Norðurland eystra
Önnur störf
Sjúkrahúsið á Akureyri
Sumarstörf 2026 á rannsóknadeild - Lífeindafræðingur/nemi - Aðstoðarmaður - Ritari
Langar þig í sumarstarf í hvetjandi og lærdómsríku umhverfi? Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) óskar eftir starfsfólki í sumarafleysingar í stöður lífeindafræðings, aðstoðarmanns og ritara á rannsóknadeild og meinafræðideild. Unnið verðu úr umsóknum jafnóðum og þær berast.
Norðurland eystra
Heilbrigðisþjónusta
Sjúkrahúsið á Akureyri
Sumarstörf 2026 á fæðingadeild - Ljósmæður/ljósmæðranemar/hjúkrunarfræðinemar
Langar þig að nýta þekkingu þína og hæfileika og vinna í hvetjandi og lærdómsríku umhverfi? Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) óskar eftir ljósmæðrum/ljósmæðranemum í sumarafleysingu á fæðingadeild. Um er að ræða vaktavinnu í fjölbreyttu starfsumhverfi.
Norðurland eystra
Sérfræðistörf
Matvælastofnun
Sérfræðingur í mannauðsmálum
Matvælastofnun óskar eftir að ráða jákvæðan og drífandi einstakling í starf sérfræðings í mannauðsmálum.
Suðurland, Höfuðborgarsvæðið
Heilbrigðisþjónusta
Landspítali
Skurðhjúkrunarfræðingar / hjúkrunarfræðingar á skurðstofur við Hringbraut
Við óskum eftir að ráða skurðhjúkrunarfræðinga til starfa á skurðstofur Landspítala við Hringbraut. Einnig kemur til greina að ráða hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á skurðhjúkrun.
Höfuðborgarsvæðið
Heilbrigðisþjónusta
Landspítali
Skrifstofustjóri skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu
Laust er til umsóknar starf skrifstofustjóra sviðs skurðlækninga- skurðstofu og gjörgæsluþjónustu á Landspítala. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem býr yfir góðri samskiptahæfni, frumkvæði og lausnamiðaðri hugsun.
Höfuðborgarsvæðið
Heilbrigðisþjónusta
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Hjúkrunarfræðingur óskast í heimahjúkrun á heilsugæslu HSU Selfossi
Heilbrigðisstofnun Suðurlands leitar að metnaðarfullum og jákvæðum hjúkrunarfræðingi til að ganga til liðs við öflugt teymi heimahjúkrunar á Heilsugæslu HSU á Selfossi.
Suðurland