Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjónustuaðili

Sýslu­mað­urinn á Suður­nesjum

Upplýsingar um starf

Starf

Skrifstofustarf

Staðsetning

Suðurnes

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

18.12.2025

Umsóknarfrestur

29.12.2025

Skrifstofustarf

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum auglýsir laust til umsóknar skrifstofustarf á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ.

Um er að ræða heilt stöðugildi og þarf viðkomandi að geta hafið störf 1. febrúar 2026.

Embætti sýslumannsins á Suðurnesjum er framsækin stjórnsýslu- og þjónustustofnun. Áherslur vinnustaðarins byggja á góðri og faglegri þjónustu, skilvirku verklagi og öflugri liðsheild. Horft verður til þess að umsækjendur falli sem best inn í hópinn og að þörfum embættisins.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfssvið:

Starfið eru áhugavert og krefjandi og felst einkum í almennri afgreiðslu, móttöku og skráningu mála, boðunum og öðrum undirbúningi mála fyrir lögfræðinga. Einnig í færslu bókhalds í afleysingum og þátttöku í samhæfingu þjónustu og vefumsjón þvert á embætti sýslumanna.

Hæfniskröfur

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Hreint sakavottorð.

  • Þekking á verkefnum sýslumanna.

  • Þekking og reynsla í færslu bókhalds.

  • Frumkvæði, forystuhæfileikar og áhugi fyrir nýsköpun í starfi.

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund.

  • Sveigjanleiki og lausnamiðuð nálgun.

  • Auga fyrir smáatriðum, öguð og skilvirk vinnubrögð.

  • Góð tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér tækninýjungar.

  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti og gott vald á ensku.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Um er að ræða fjölbreytt starf sem hentar öllum kynjum.

Launakjör eru skv. kjarasamningi Sameykis og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr.70/1996.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður í síma 4582228.

Sótt er um starfið á Starfatorgi og er umsóknarfrestur til og með 29. desember 2025.

Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun og starfsferil ásamt kynningarbréfi, þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína til að gegna starfinu.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknir um starfið gilda í sex mánuði.

Reykjanesbæ, 18. desember 2025

Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 29.12.2025

Nánari upplýsingar veitir

Ásdís Ármannsdóttir

Sýslumaður

Sími: 4582228

Þjónustuaðili

Sýslu­mað­urinn á Suður­nesjum

Upplýsingar um starf

Starf

Skrifstofustarf

Staðsetning

Suðurnes

Starfshlutfall

100%

Starf skráð

18.12.2025

Umsóknarfrestur

29.12.2025