
Þjónustuaðili
Háskólinn á Akureyri
Upplýsingar um starf
Starf
Lektor við námsbraut lögreglufræða
Staðsetning
Norðurland eystra
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
18.12.2025
Umsóknarfrestur
26.01.2026
Lektor við námsbraut lögreglufræða
Háskólinn á Akureyri auglýsir 100% stöðu lektors við námsbraut lögreglufræða við Félagsvísindadeild Hug- og félagsvísindasviðs.
Háskólinn á Akureyri leitar eftir sérfræðingi á fræðasviðum félagsvísinda sem tengjast viðfangsefnum lögreglunnar og löggæslu. Leitað er eftir umsækjendum sem hafa áhuga á að taka þátt í að móta nám lögreglumanna á Íslandi og rannsóknir á sviði lögreglu- og löggæslufræða.
Leitað er eftir umsækjendum sem hafa þekkingu eða áhuga á eftirfarandi málaflokkum sem tengjast starfi lögreglunnar. Sérþekking á sviðinu er æskileg en einnig er leitað eftir umsækjendum sem hafa áhuga á því að setja sig inn í fræðin, kenna efnið og leggja stund á rannsóknir á sviði lögreglufræða.
Lögreglan í alþjóðlegu samhengi og samstarfi, m.a. landamæravarsla.
Löggæsla á netinu og netglæpir.
Skipulögð glæpastarfsemi.
Lögreglurannsóknir sem fræðasvið, t.d. þróun í skýrslutökum og tæknirannsóknir.
Forvarnir og samfélagslöggæsla.
Sérstaklega er leitað eftir einstaklingi með rannsóknaráherslur á sviði afbrotafræði, félagsfræði, réttarfélagsfræði eða mannfræði, en rannsóknaráherslur á sviði stjórnmálafræði eða annarra sérsviða félagsvísindanna koma einnig til greina. Umsækjendur skulu vera með háskólapróf á einhverju sviði félagsvísinda og í doktorsnámi eða með doktorspróf frá viðurkenndum háskóla, sbr. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Við mat á umsóknum er tekið mið af hversu vel viðkomandi uppfyllir þarfir námsbrautar í lögreglufræði.
Æskilegt er að viðkomandi hefji störf ekki síðar en 1. ágúst 2026. Ráðningartími er tímabundinn til fimm ára en viðkomandi getur óskað eftir ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum samkvæmt reglum nr. 726/2023 um ótímabundna ráðningu akademísks starfsfólks við Háskólann á Akureyri. Framgangur í stöðu dósents eða prófessors kemur til greina við ráðningu hafi umsækjandi hæfi til þess að mati dómnefndar.
Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni eru kennsla í lögreglufræðinámi, rannsóknir við Háskólann á Akureyri á sviði lögreglufræði og virk þátttaka í stjórnsýslu innan námsbrautarinnar. Næsti yfirmaður er forseti Félagsvísindadeildar. Starfsstöð er á Akureyri.
Námsbraut í lögreglufræði við félagsvísindadeild
Námsbraut í lögreglufræði var stofnuð 2016 þegar nám lögreglumanna var flutt á háskólastig. Námið er tveggja ára diplómanám en nemendur geta síðan lokið einu ári til viðbótar til að ljúka B.A. gráðu í lögreglu- og löggæslufræðum. Haustið 2025 fengu 95 nemendur inngöngu í námið. Lögreglunáminu er ætlað að undirbúa nemendur til að starfa sem almennir lögreglumenn og er námið því að hluta til verklegt. Verklegur þáttur námsins fellur undir ábyrgðarsvið embættis Ríkislögreglustjóra. Nemendur sækja bóklegt nám í blönduðu staðar- og fjarnámi, þar sem námslotur fara fram á Akureyri, en starfsnám fer fram við Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu (MSL) í Reykjavík. Samþættingar er krafist á milli bóklegs og verklegs náms sem felur í sér samvinnu á milli starfsmanna námsbrautarinnar við HA og starfsmanna MSL og töluverða viðveru starfsmanna HA í starfsnámi nemenda við MSL. Námið hefur verið í mikilli þróun undanfarin ár og verður áfram. Námsbrautin hefur einnig samvinnu við ýmsa háskóla á sviði lögreglufræði, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Hæfniskröfur
Þekking og reynsla í samræmi við alþjóðleg viðmið fyrir viðkomandi starfsheiti á fræðasviðinu, staðfest með áliti dómnefndar eða með doktorsprófi frá viðurkenndum háskóla. Umsóknir umsækjenda sem lokið hafa meistaraprófi verða teknar til greina séu uppi áætlanir um að ljúka doktorsprófi.
Hæfni til að kenna á íslensku.
Góð tök á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
Þekking á norðurlandamáli, öðru en íslensku, kostur.
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Færni og hæfni í mannlegum samskiptum ásamt góðri færni í að miðla eigin þekkingu.
Frumkvæði og skipulagshæfni.
Sveigjanleiki, enda fylgir starfinu tíð ferðalög.
Umsókn skal fylgja:
Greinargott yfirlit yfir náms- og starfsferil, fræðistörf og kennslureynslu. Þar með talin skrá yfir ritverk sem umsækjandinn telur veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir.
Staðfest afrit af prófskírteinum á íslensku eða ensku.
Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Greinagerð um fyrirhugaðar rannsóknaráherslur og kennslusvið, ef til ráðningar kæmi. Í greinagerðinni skal koma fram hversu mikla þekkingu umsækjandi hafi á störfum lögreglu, eða með hvaða hætti viðkomandi ætlar að öðlast hana.
Tilnefna skal a.m.k. tvo umsagnaraðila og er æskilegt að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.
Meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðning í starfið er í samræmi við ákvæði laga nr. 63/2006 um háskóla, laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, reglna nr. 694/2022 fyrir Háskólann á Akureyri og reglna nr. 724/2023 um nýráðningar akademísks starfsfólks við HA. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.01.2026
Nánari upplýsingar veitir
Eyrún Eyþórsdóttir
Tölvupóstur: eyruney@unak.is
Sigurður Kristinsson
Tölvupóstur: sigkr@unak.is

Þjónustuaðili
Háskólinn á Akureyri
Upplýsingar um starf
Starf
Lektor við námsbraut lögreglufræða
Staðsetning
Norðurland eystra
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
18.12.2025
Umsóknarfrestur
26.01.2026