
Þjónustuaðili
Matvælastofnun
Upplýsingar um starf
Starf
Sérfræðingur í mannauðsmálum
Staðsetningar
Suðurland
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
18.12.2025
Umsóknarfrestur
07.01.2026
Sérfræðingur í mannauðsmálum
Matvælastofnun óskar eftir að ráða jákvæðan og drífandi einstakling í starf sérfræðings í mannauðsmálum. Leitað er að einstaklingi sem nýtur þess að vinna í teymi, hefur ríka þjónustulund og hefur metnað fyrir því að byggja upp heilbrigt vinnuumhverfi þar sem fagmennska, gagnsæi og traust eru í fyrirrúmi.
Um fullt starf er að ræða og er staðsetning starfs í Reykjavík og á Selfossi með möguleika á fjarvinnu að hluta.
Helstu verkefni og ábyrgð
Stuðningur við ráðningar ásamt umsjón með móttöku og þjálfun nýliða.
Ábyrgð á fræðslu- og starfsþróunarmálum og þátttaka í skipulagningu viðburða með áherslu á fræðslu.
Eftirfylgni með niðurstöðum vinnustaðagreininga og umsjón með verkefnum sem snúa að starfsanda og heilbrigðri vinnustaðamenningu.
Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk.
Úrvinnsla gagna og miðlun niðurstaðna þegar við á m.a. með fréttum á innri vef stofnunarinnar.
Samantekt gagna fyrir mánaðarlega launavinnslu.
Þátttaka í stefnumótun í mannauðsmálum, nýsköpun og stafrænum umbreytingum ferla.
Hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er æskileg.
Haldbær reynsla af mannauðsmálum m.a. innsýn í launa- og kjaramál.
Þekking, reynsla og áhugi á fræðslu og þjálfunarmálum.
Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni.
Áreiðanleiki, drifkraftur og umbótasinnuð hugsun.
Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og metnaður til að ná árangri.
Mjög góð tölvufærni og geta til að vinna með gögn.
Þekking á launa- og mannauðskerfi ríkisins (Orra) er kostur.
Íslenskufærni málfar og ritun C2 skv. samevrópska tungumálarammanum
Enskufærni málfar og ritun C1 skv. samevrópska tungumálarammanum.
Frekari upplýsingar um starfið
Matvælastofnun (MAST) er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem stendur vörð um hagsmuni og heilsu manna, dýra og plantna og eykur þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar. Í boði er 36 stunda vinnuvika og ýmis hlunnindi eins og símastyrkur, heilsuræktarstyrkur ofl. Hjá Matvælastofnun er starfandi öflugt starfsmannafélag sem skipuleggur viðburði af og til. Starfsumhverfið er fjölskylduvænt og áhersla lögð á starfsánægju og góð samskipti ásamt því að stuðla að öflugu og lifandi þekkingarsamfélagi. Gildin sem starfsfólk hefur að leiðarljósi eru: Fagmennska, gagnsæi og traust. Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.mast.is.
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Um er að ræða fullt starf og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.01.2026
Nánari upplýsingar veitir

Þjónustuaðili
Matvælastofnun
Upplýsingar um starf
Starf
Sérfræðingur í mannauðsmálum
Staðsetningar
Suðurland
Höfuðborgarsvæðið
Starfshlutfall
100%
Starf skráð
18.12.2025
Umsóknarfrestur
07.01.2026