Fara beint í efnið

Nýskráning vinnuvélar eða vinnutækis

Umsókn um skráningu vinnuvélar/tækis

Áður en vinnuvél er tekin í notkun þarf að skrá hana hjá Vinnueftirlitinu.

Skráningarferli

Skráningar fara fram rafrænt á Mínum síðum Vinnueftirlitsins.

Skrá þarf

  • Eiganda: nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer

  • Umráðamann ef um eignaleigu er að ræða: nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer

  • Innflytjanda: nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer

  • Tækið sjálft

    • Framleiðsluland, framleiðslunúmer, tegund og gerð

    • Flokkur, þyngd, lyftigetu og stærð hreyfils. Gott er að styðjast við skráningarhandbókina (pdf).

    • Athugið að CE merking er skilyrði fyrir skráningu.

Götuskráning: Hægt er að sækja um skráningu vinnuvélar í umferð um leið og vélin er nýskráð. Einnig er hægt að sækja um götuskráningu síðar.

Úthlutun skráningarnúmers

Skráningarnúmer vélarinnar verður aðgengilegt á Mínum síðum Vinnueftirlitsins innan þriggja virkra daga. Tilkynning er einnig send í tölvupósti á skráð netfang á Mínum síðum.

Þá er hægt að tollafgreiða tækið og koma því á vinnustað.

Skoðun og afhending númers

Þegar vélin er komin á vinnustað skaltu hafa samband við þjónustuver Vinnueftirlitsins sem sendir skoðunarmann á staðinn. Hann skoðar vélina og setur skráningarnúmerið á hana.

Tryggingar

Vinnueftirlitið gerir enga kröfu um tryggingar. Það er á ábyrgð eiganda vélarinnar að hafa samband við tryggingafélögin

Afgreiðslutími

Almennt tekur innan við 3 virka daga að fá skráningarnúmerið.

Skráningarplatan er sett á vélina þegar hún er komin á vinnustað.

Kostnaður

Skráningin kostar 30.240 krónur

Innheimt er með greiðsluseðli frá Fjársýslunni.

Umsókn um skráningu vinnuvélar/tækis

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið