Fara beint í efnið

Götuskráning vinnuvélar

Umsókn um götuskráningu vinnuvélar

Vinnuvélar sem ætlaðar eru til aksturs á opinberum vegum þarf að skrá í ökutækjaskrá. Hægt er að göturskrá vinnuvél samhliða nýskráningu.

Við skráninguna færðu skráningarmerki til auðkenningar sem þú þarft að hafa sýnilegt á tækinu.

Eftirfarandi flokka má götuskrá:

EA – Gröfur á hjólum með 360°snúning, eigin þyngd > 4 tonnum
EH – Gröfur á hjólum(traktorsgröfur), eigin þyngd > 4 tonnum
FH – Ámokstursskóflur á hjólum (hjólaskóflur), eigin þyngd > 4 tonnum
HV – Vegheflar, eigin þyngd > 4 tonnum
IA – Dráttartæki, hreyfill > 15 kW*
IF - Efnisdælur, blöndunarvélar, dembarar og fleira, ökuhraði ≤ 30 km/klst,burðargeta > 5 tonn*
IB – Sópar, snjóplógar og blásarar, vélbörur og fleira, hreyfill > 15 kW
IM – Gröfur og skóflur, eigin þyngd ≤ 4 tonnum
JF – Lyftarar með skotbómu, lyftigeta ≥ 1,2 tonn en ≤ tonn miðað við 0,6 m hlassmiðju
JL – Lyftarar, lyftigeta ≥ 1,2 tonn en ≤ 10 tonn miðað við 0,6 m hlassmiðju*
KG – Lyftarar, lyftigeta ≥ 10 tonn*
KL – Lyftarar með skotbómu, lyftigeta ≥ 10 tonn

*Tæki í flokkum IA, IF, JL og KG uppfylla oftast ekki kröfur um gerð og búnað ökutækja og þarf að sækja sérstaklega um götuskráningu þeirra með því að hafa samband við þjónustuver Vinnueftirlitsins.

Skráningarferli

Þú sækir um götuskráningu vinnuvéla á Mínum síðum Vinnueftirlitsins.

Afgreiðslutími

Skráningarmerkin eru send til þín í pósti innan þriggja virkra daga.

Kostnaður

Gjald fyrir skráningu vinnuvéla til aksturs í umferð er:

  • Umferðaröryggisgjald

  • Skráningarmerki á vinnuvél

  • Götuskráningu - nýskráning

  • Götuskráningu - rafræn forskráning

Gjald fyrir skráningu vinnuvéla til aksturs í umferð er ákvarðað samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu og innheimt af Fjársýslunni.

Spurningum um kostnað og reikninga vegna götuskráningar er svarað af Samgöngustofu.

Umsókn um götuskráningu vinnuvélar

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið

Vinnueftirlitið

Hafðu samband

Sími: 550 4600

Netfang: vinnueftirlit@ver.is

Afgreiðslu­tími þjón­ustu­vers

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Kennitala

420181-0439