Fara beint í efnið

Innflytjendamál

Skráning ríkisborgara á EES- og EFTA-svæðinu í Þjóðskrá

Skráning EES- eða EFTA-borgara

Ríkisborgarar ríkja á EES- og EFTA-svæðinu þurfa að fylla út umsókn ef dvöl þeirra er til lengri tíma en þriggja mánaða. Umsóknin er bæði beiðni um lögheimilisskráningu og umsókn um íslenska kennitölu. Ef fyrirhuguð dvöl er styttri en þrír mánuðir skal notast við eyðublað A-263.

Einstaklingar sem sækja um með rafrænum skilríkjum verða að gera það með sínum eigin skilríkjum. Eigi umsækjandi ekki rafræn skilríki er hægt að skrá sig inn og hefja umsóknarferli með netfangi. Þegar umsóknarferli er hafið og búið er að ljúka fyrsta þrepi fær umsækjandi sendan tölvupóst með tilvísunarnúmeri. Hægt er að fara úr umsókninni á hvaða tíma sem er og klára seinna en til þess að komast í sömu umsókn þarf að skrá sig inn með tilvísunarnúmeri umsækjanda og netfangi. Þá kemur umsækjandi inn í umsóknina á sama stað og hann fór úr henni síðast.

Umsóknin á við um ríkisborgara frá: Austurríki, Belgíu, Búlgaríu, Eistlandi, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi, Írlandi, Ítalíu, Króatíu, Kýpur, Lettlandi, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Portúgal, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Slóvakíu, Slóveníu, Sviss, Tékklandi, Ungverjalandi og Þýskalandi.

Almennur afgreiðslutími er allt að 5 virkir dagar eftir að öllum gögnum hefur verið skilað inn.

Skráning EES- eða EFTA-borgara