Fara beint í efnið

Sakavottorð til yfirvalda

Tilteknir opinberir aðilar geta snúið sér beint til ríkissaksóknara og óskað eftir sakavottorði um einstaklinga og lögaðila, hafi þeir lögvarða hagsmuni af slíkum upplýsingum. 

Hvað kemur fram á sakavottorði til yfirvalda?

  • Brot á almennum hegningarlögum.

  • Brot á umferðarlögum ef refsing er sekt sem er hærri en 150.000 krónur, skilorðsbundið- eða óskilorðsbundið fangelsi, ákærufrestun eða réttindasviptingu.

  • Önnur sérrefsilög ef refsing er sekt sem er hærri en 100.000 krónur, skilorðsbundið- eða óskilorðsbundið fangelsi, ákærufrestun eða réttindasviptingu.

  • Brot þegar niðurstaða máls hefur ítrekunaráhrif á síðara brot.

Undantekningar

Í sakavottorði til yfirvalda skal ekki greina þær upplýsingar sem skráðar hafa verið þegar liðin eru 10 ár frá eftirtöldum tímamörkum:

  • Lokum fangelsisrefsingar, afplánunar með samfélagsþjónustu eða reynslutíma reynslulausnar.

  • Ráðstafanir samkvæmt almennum hegningarlögum, til dæmis vistun á heilbrigðisstofnun eða meðferðarheimili.

  • Lokum réttindasviptingar eða endurveitingu ökuréttinda.

  • Uppkvaðningu endanlegs dóms eigi ofangreind atriði ekki við.

Þjónustuaðili

Ríkis­sak­sóknari

Ríkissaksóknari

Hafðu samband

Sími: 444 2900

Netfang: saksoknari@saksoknari.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga er opið frá
9 til 12 og 13 til 15

Föstudaga er opið frá 9 til 12

Heim­il­is­fang

Suðurlandsbraut 4, 6. hæð

108 Reykjavík

Kennitala 530175-0229