Fara beint í efnið
Útlendingastofnun Forsíða
Útlendingastofnun Forsíða

Útlendingastofnun

Lengri afgreiðslutími í flýtimeðferð umsókna um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu

4. febrúar 2025

Útgáfa atvinnuleyfis forsenda dvalarleyfis

Atvinnuleyfi

Útlendingastofnun vekur athygli á því að þjónustugjald fyrir flýtiafgreiðslu umsókna um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu nær aðeins til þess hluta umsóknarferilsins sem snýr að afgreiðslu dvalarleyfis hjá Útlendingstofnun. Það nær ekki til útgáfu atvinnuleyfis af hálfu Vinnumálastofnunar en slíkt leyfi er forsenda útgáfu dvalarleyfis á grundvelli atvinnu.

Úrvinnslutími umsókna um atvinnuleyfi í flýtimeðferð hjá Vinnumálastofnun er nú sjö vikur. Upplýsingar um úrvinnslutímann eru birtar á vef Vinnumálastofnunar.

Af þessum sökum getur Útlendingastofnun ekki afgreitt umsóknir í flýtimeðferð á skemmri tíma en 8 til 10 vikum.

Töluvert lengri tíma tekur að afgreiða umsóknir um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu sem ekki er greitt flýtigjald fyrir. Verið er að taka til almennrar meðferðar slíkar umsóknir sem bárust í október síðastliðnum.