Upptaka af málþingi um konur með örorkulífeyri
26. ágúst 2025
Fjallað var um rannsókn á stöðu 50 – 66 ára kvenna með örorkulífeyri á málþingi 20. ágúst síðastliðinn og var málþingið tekið upp í heild sinni.

Á málþinginu sem var mjög vel sótt fluttu þau Huld Magnúsdóttir forstjóri TR, Ari Klængur Jónsson verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB og Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir forstjóri Vinnueftirlitsins erindi. Að þeim loknum tóku þau þátt í pallborðsumræðum sem Eysteinn Eyjólfsson samskiptastjóri VIRK stýrði, en hann var einnig fundastjóri á málþinginu.
Þátttakendum í rannsókninni eru færðar sérstakar þakkir fyrir að gefa sér tíma til að svara könnuninni sem rannsóknin byggir á.
Niðurstöðurnar eru birtar í skýrslu Félagsvísindastofnunar sem var unnin að beiðni Tryggingastofnunar (TR) í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið. Skýrsluna má sjá hér.