Fara beint í efnið
Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Reiknivél sem ber saman greiðslur í núverandi og nýja fyrirhugaða örorkulífeyriskerfinu

22. apríl 2024

Á kynningu ráðherra í dag um fyrirhugaðar breytingar á örorkulífeyriskerfinu var kynnt ný reiknivél þar sem þú getur borið saman hvað þú færð í örorkulífeyri í núverandi greiðslukerfi og hvað þú myndir fá í nýju greiðslukerfi.

Reiknivél vegna fyrirhugaðra breytinga á örorkulífeyriskerfinu

Reiknivélin er á síðu Stjórnarráðsins og er hægt að nálgast hér.

Athugaðu að reiknivélin miðast við þau sem hafa áunnið sér full réttindi í íslenska almannatryggingakerfinu, eru búsett hér á landi og hafa 75% örorkumat. Fólk sem þetta á ekki við um og sem slær inn sínar upplýsingar í reiknivélina mun fá rangar niðurstöður.