Fara beint í efnið
Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Reiknivél örorku- og endurhæfingargreiðslna eftir 1. september 2025

18. desember 2024

Við erum ánægð að segja frá því að nú er hægt að reikna út mögulegar greiðslur samkvæmt nýju kerfi örorku- og endurhæfingargreiðslna frá 1. september 2025.

TR Reiknivél eftir 1. sept 2025

Í nýrri viðbót við reiknivél lífeyris á tr.is eru þrír greiðsluflokkar sem greitt verður samkvæmt frá og með 1. september 2025. Auk örorkulífeyris er því nú hægt að reikna út greiðslur vegna hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslna.

Í reiknivélinni geta viðskiptavinir sett inn eigin forsendur og séð hvernig þær hafa áhrif á mögulegar greiðslur þeirra samkvæmt nýju kerfi.

Við viljum einnig vekja athygli á að hægt er að sjá samanburð örorkulífeyrisgreiðslna miðað við núverandi kerfi og greiðslur frá 1. september 2025.