Fara beint í efnið
Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Orlofsuppbót lífeyrisþega greidd 1. júlí

13. maí 2024

Með mánaðargreiðslum í júlí verður greidd orlofsuppbót til þeirra sem eiga rétt á henni.

Tryggingastofnun - hausmynd

Fyrir örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega er orlofsuppbót 20% af tekjutryggingu og heimilisuppbót miðað við meðaltal síðustu 12 mánaða.

Fyrir ellilífeyrisþega er full orlofsuppbót 50.256 krónur. Uppbótin lækkar um 2% af öðrum tekjum lífeyrisþega uns hún fellur niður. Þau sem fá greiddan hálfan ellilífeyri fá 50% af fjárhæðinni.

Sjá nánar: Reglugerð um eingreiðslur til lífeyrisþega árið 2024.