Nýtt símkerfi tekið í notkun
17. mars 2025
Við höfum tekið í notkun nýtt símkerfi með það að markmiði að bæta enn frekar símsvörun og stytta biðtíma þegar hringt er til okkur. Þetta er liður í umbótastarfi Tryggingastofnunar, en til okkar leita fjölmargir símleiðis til að fá aðstoð og upplýsingar. Sem dæmi bárust rúmlega 67.000 símtöl árið 2023 til TR eða um 5.500 á mánuði að jafnaði. Mikilvægt er fyrir okkur að hafa öflugt símkerfi til að sinna viðskiptavinum okkar sem best. Í kjölfar innleiðingarinnar geta orðið einhverjar tafir fyrstu dagana og biðjum við viðskiptavini um að sýna okkur þolinmæði.

Við erum með innval fyrir helstu málaflokka sem eru; ellilífeyrir, endurhæfingarlífeyrir, örorkulífeyrir, fjölskyldumál, innheimta og uppgjör. Viðskiptavinir velja sér málaflokk eftir því hvaða erindi eða fyrirspurnin á við. Undir lífeyrisflokkana ellilífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkulífeyri heyra til dæmis heimilisuppbót, bílamál, tekjuáætlanir og greiðsluáætlanir. Undir fjölskyldumálin heyra til dæmis umönnunargreiðslur vegna barna og meðlag og undir uppgjör og innheimtu heyra endurgreiðslur, lífsvottorð og inheimtumál ýmis konar. Bent er á að erindum sem snúa til dæmis að búsetu erlendis er sinnt innan þess lífeyrisflokks sem viðkomandi þiggur greiðslur úr, þ.e. ellilífeyrir eða örorka.
Það er rétt að minna á að hægt er að senda fyrirspurnir í tölvupósti til TR í gegnum Mínar síður TR. Öll bréf og skjöl frá TR eru birt á Mínum síðum TR.
Hægt er að panta viðtal við ráðgjafa í Noona appinu varðandi ellilífeyrir, endurhæfingu og innheimtu. Þetta er mjög góð leið til að hafa tiltekinn tíma frátekinn fyrir viðtal við sérfræðing hjá TR, þessi viðtöl eru einkum hugsuð ef þörf er á ítarlegri viðtöl og ráðgjöf.
Að gefnu tilfefni viljum við minna á að Sjúkratryggingar Íslands sjá um endurgreiðslur vegna heilbrigðisþjónustu, s. 515 0000.