Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Lágmarksþjónusta 24. október

22. október 2025

Föstudaginn 24. október næstkomandi gerum við ráð fyrir skertri þjónustu og starfsemi hjá Tryggingastofnun vegna boðaðs kvennaverkfalls.

Hjá TR eru konur 72% starfsfólks og er reiknað með að meirihlutinn leggi niður vinnu í tilefni dagsins. Við verðum með opið kl. 10.00 – 15.00 eins og vanalega, en búast má við að bið geti verið í síma og í þjónustumiðstöðinni hjá okkur.

Eins og kunnugt er þá standa fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks fyrir viðburðinum 24. október. Samtökin hvetja konur og kvár til að leggja niður launuð og ólaunuð störf og taka þátt í skipulögðum viðburðum. Komið verður til móts við starfsfólk TR vegna boðaðs kvennaverkfalls eins og hægt er og því verðum við með lágmarksmönnun í þjónustunni. Í samræmi við tilmæli frá skrifstofu kjara- og mannauðsmála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu verður ekki dregið frá launum starfsfólks sem tekur þátt í kvennaverkfallinu.