Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Fræðslufundur 10. nóvember um hvernig þú sækir um ellilífeyri hjá TR

28. október 2025

Tryggingastofnun býður upp á fræðslufund mánudaginn 10. nóvember kl. 16.00 – 18.00 í Hlíðasmára 11 um ellilífeyrismál.

Á fundinum verður farið yfir allt sem snýr að umsóknum um ellilífeyri hjá TR svo sem hvenær og hvernig þú sækir um, hvaða tekjur hafa áhrif á greiðslur, greiðslufyrirkomulag og fleira.

Berglind Jóhannsdóttir, sérfræðingur á ellilífeyris- og fjölskyldusviði TR kynnir umsóknarferlið og útreikninga ellilífeyris hjá TR. Að kynningu lokinni gefst góður tími til að spyrja spurninga. Kaffi og kleinur í boði fyrir fundargesti.

Við biðjum þau sem ætla að koma að skrá sig hér.

Á fundinum setjum við fram góðan vegvísi fyrir þau sem eru að huga að starfslokum og vilja sækja um ellilífeyri. Þetta þarf ekki að vera flókið ferli og því kjörið að koma og kynna sér málin.

Upptaka af kynningunni verður aðgengileg á næstunni á vef TR fyrir þau sem ekki geta komið í Hlíðasmárann.

Við hlökkum til að sjá ykkur.