Fara beint í efnið
Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Eingreiðsla til örorku og endurhæfingarlífeyrisþega 2024

3. desember 2024

Alþingi hefur samþykkt frumvarp um eingreiðslu til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega að upphæð 70.364 kr. Eingreiðsluna fá lífeyrisþegar sem eiga rétt á greiðslu örorku- eða endurhæfingarlífeyris á árinu 2024.

Tryggingastofnun - hausmynd

Hafi lífeyrisþegi fengið greitt hluta úr ári er eingreiðslan í hlutfalli við greiðsluréttindi viðkomandi á árinu. Eingreiðslan telst ekki til skattskyldra tekna lífeyrisþega og leiðir ekki til skerðingar annarra greiðslna.

Stefnt er að birtingu laga vegna eingreiðslunnar þann 5. desember n.k. og verður hún greidd strax í kjölfarið. Látið verður vita ef tafir verða á greiðslunni hér á síðunni og Facebook síðu TR.

Viðskiptavinir eru hvattir til að fylgjast vel með á Mínum síðum og á tr.is þar sem frétt verður birt þegar greitt hefur verið.

Fjöldi mánaða

Upphæð

1

5.864 krónur

2

11.728 krónur

3

17.591 krónur

4

23.455 krónur

5

29.319 krónur

6

35.182 krónur

7

41.046 krónur

8

46.910 krónur

9

52.773 krónur

10

58.637 krónur

11

64.501 krónur

12

70.364 krónur