Fara beint í efnið
Tryggingastofnun Forsíða
Tryggingastofnun Forsíða

Tryggingastofnun

Desemberuppbót 2024

2. desember 2024

Desemberuppbót ellilífeyrisþega, örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega var greidd 1. desember ásamt mánaðarlegum greiðslum.

Tölva - tryggingastofnun

Ellilífeyrir
Desemberuppbót ellilífeyrisþega er 75.384 krónur á þessu ári og tekur mið af fjölda mánaða sem viðkomandi fékk greidda á árinu. Þau sem fá greiddan hálfan ellilífeyri fá helming fjárhæðarinnar. Desemberuppbót er tekjutengd eins og aðrar greiðslur til ellilífeyrisþega.

Örorku- og endurhæfingarlífeyrir
Desemberuppbót örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega er 30% af mánaðarlegu meðaltali tekjutryggingar á árinu 2024 og 30% af mánaðarlegu meðaltali af greiddri heimilisuppbót. Uppbótin er greidd í samræmi við fjölda mánaða sem viðkomandi fær greiðslur frá TR á yfirstandandi ári. Miðað við fulla tekjutryggingu er desemberuppbót 60.542 krónur, en upphæðin breytist í samræmi við það hlutfall sem viðkomandi er með í tekjutryggingu. Þau sem eru með heimilisuppbót fá einnig 20.464 krónur greiddar í desemberuppbót.