Bein útsending á kynningu á breytingum á örorkulífeyriskerfinu
21. apríl 2024
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir viðamiklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu í beinni útsendingu mánudaginn 22. apríl kl. 11:00.
![](https://images.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/5s1XWR7shu1APZ8PsUr0i2/d13ee4353f1e73bdb7827df33f7a17c6/437554106_764371175791276_7841470839282565126_n.jpg?w=50&fm=webp&q=80)
![Kynning á breytingum í örorkulífeyriskerfinu](https://images.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/5s1XWR7shu1APZ8PsUr0i2/d13ee4353f1e73bdb7827df33f7a17c6/437554106_764371175791276_7841470839282565126_n.jpg?w=774&fm=webp&q=80)
Fundinum verður streymt á vef Stjórnarráðsins. Markmið breytinganna er að einfalda örorkulífeyriskerfið, draga úr tekjutengingum og gera kerfið réttlátara.
Fyrirhugaðar breytingar fela í sér bætta þjónustu, mikilvæga hvata til atvinnuþátttöku og bætt kjör með betra og einfaldara greiðslukerfi – sérstaklega fyrir þau sem einungis fá greiðslur frá almannatryggingum eða eru með litlar aðrar tekjur. Þá er stuðningur aukinn við fólk meðan á endurhæfingu þess stendur, samvinnu þjónustuaðila komið á og áhersla lögð á að hindra að fólk falli á milli kerfa.
Lengi hefur verið brýnt að endurskoða örorkulífeyriskerfið og mælti ráðherra á dögunum fyrir frumvarpi á Alþingi vegna breytinganna.