Allt um ellilífeyri – kynningarmyndband
10. desember 2025
Þau sem eru að undirbúa umsókn um ellilífeyri frá TR og vilja fá nánari upplýsingar geta hér fyrir neðan nálgast upptöku af efni frá fræðslufundi TR í nóvember.

Gagnlegar upplýsingar má nálgast varðandi upphaf ellilífeyris og íslenska lífeyriskerfið í kynningarmyndbandi HÉR
Anna Elísabet Sæmundsdóttir sviðsstjóri ellilífeyris- og fjölskyldusviðs kynnir umsóknarferlið og umgjörð ellilífeyrisgreiðslna hjá TR. Settur er fram góður vegvísir fyrir þau sem eru að huga að starfslokum.
Við hvetjum öll sem telja sig þurfa upplýsingar um ellilífeyriskerfi að kynna sér ferlið. Efni um ellilífeyri á vef TR má nálgast hér.