Álit umboðsmanns Alþingis – Áhrif norskra örorkugreiðslna á örorkulífeyri frá TR
16. janúar 2025
Umboðsmaður Alþingis hefur birt álit sitt í máli nr. 11924/2022 um heimild TR til að lækka örorkulífeyrisgreiðslur vegna örorkugreiðlsna frá NAV (norsku vinnu- og velferðarstofnuninni) á árinu 2019.


Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að það hafi ekki verið heimilt á þessu tímabili.
Framkvæmd vegna þessara greiðslna var breytt í kjölfar breytinga á lögum um almannatryggingar í maí 2023 og hefur síðan þá verið í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis.