Aðgangur að Mínum síðum TR með íslykli lokar 20. mars
19. mars 2025
Nú er ekki lengur hægt að opna Mínar síður TR með íslykli. Þessi ákvörðun er tekin vegna þess að ekki er lengur hægt að styðja við notkun íslykils á Ísland.is vegna alvarlegra veikleika og mikilvægi öruggrar innskráningar. Lokun íslykils er nauðsynleg til að tryggja öryggi viðkvæmra gagna þeirra sem nota þjónustu TR.

Rafræn skilríki og auðkennisappið eru öruggasta innskráningarleiðin og uppfylla nútíma kröfur um örugga auðkenningu. Því er nauðsynlegt að vera með rafræn skilríki eða auðkennisapp í farsíma til að komast inná Mínar síður TR sem og Mínar síður Ísland.is. Viðskiptavinir TR sem hafa verið að nota íslykil til innskráningar frá 1. september 2024 fengu tilkynningu með bréfi frá TR um þessa breytingu fyrr í mánuðinum.
Auðkenni býður upp á nokkrar tegundir rafrænna skilríkja, sjá má góðar upplýsingar um þau á heimasíðu Auðkennis. Fyrir einstaklinga sem ekki eiga þess kost að nota íslenskt símanúmer getur Auðkennisappið komið sér vel. Það þarf ekki Íslenskt símanúmer til að nýta appið og hægt er að ná í það hvar sem er í heiminum ef einstaklingur á gilt íslenskt vegabréf.
Auðkenni býður aðstoð við uppsetningu á rafrænum skilríkjum í síma 530 0000, eða í afgreiðslu þeirra í Katrínartúni 4.
Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum frá TR vegna innskráningar í netfangið innskraning@tr.is