Umsókn um endurnýjun ökuskírteina fyrir 65 ára og eldri nú orðin stafræn
31. október 2024
Hægt er að sækja um endurnýjun á ökuskírteini fyrir 65 ára og eldri á Ísland.is. Að lokinni umsókn er læknisvottorði frá heimilislækni skilað inn til sýslumanns og ökuréttindi endurnýjuð.
Athugið að ekki er hægt að framleiða plastskírteini fyrr en í febrúar, sjá nánar í frétt á Sýslumenn.is.
Þessi umsókn einfaldar umsóknarferli fyrir viðskiptavini og flýtir fyrir ferlinu og afgreiðslu. Þegar umsókn er kláruð, getur umsækjandi eða aðstandandi skilað inn læknisvottorði til sýslumanns og ekki þarf að gera umsókn á staðnum. Athugið, að í þeim tilfellum þar sem þarf að koma með passamynd þarf umsækjandi að mæta sjálfur í eigin persónu til að skila mynd og rithandarsýni.
https://island.is/endurnyjun-okuskirteina-fyrir-65-ara-og-eldri