Stjórnborð
Stjórnborð Ísland.is er vefsvæði fyrir stofnanir sem heldur utan um notendastýringu og sjálfafgreiðslukerfi sem Stafrænt Ísland hefur þróað fyrir kjarnaþjónustur Ísland.is.
Efnisyfirlit
Markmið Stafrænt Íslands er að þróa notendadrifnar lausnir fyrir stofnanir til að nota í sínum daglega rekstri. Stjórnborð Ísland.is er lokað vefsvæði sem heldur utan um notendastýringu og sjálfafgreiðslukerfi sem Stafrænt Ísland hefur þróað fyrir kjarnaþjónustur Ísland.is. Stofnunin mun m.a. geta gert breytingar á stillingum kerfa og prófað nýjar uppsetningar en virknin fer eftir hverju sjálfsafgreiðslukerfi fyrir sig.
Stjórnborð Ísland.is má finna á island.is/stjornbord
Aðgangur að stjórnborði
Þegar stofnun sækir um aðgang að kjarnavöru sem hefur stjórnborð sem dæmi Innskráningarþjónustu Ísland.is mun prókúruhafi stofnunar fá aðgang að því kerfi. Prókúruhafinn skráir sig inn með sínum eigin rafrænum skilríkjum og velur síðan fyrir hönd hvaða stofnunar hann ætlar að skrá sig inn sem. Í stjórnborðinu fær hann yfirlit yfir öll þau kerfi sem stofnun hefur aðgang að. Prókúruhafar stofnanna hafa aðgang að aðgangsstýringu og geta þannig gefið starfsmönnum sínum aðgang að ákveðnum kerfum. Starfsmenn geta haft aðgangstýringarréttindi og þannig gefið öðrum starfsmönnum aðgang að kerfum sem þeir hafa sjálfir aðgang að.
Leiðbeiningar fyrir aðgangsstjóra
Þegar prókúruhafi hefur gefið starfsmanni aðgangsstýringarréttindi mun sá starfsmaður geta gefið öðrum aðgang að þeim sjálfsafgreiðslukerfum sem hann sjálfur hefur aðgang að.
Að gefa öðrum aðgangsréttindi að sjálfsafgreiðslukerfi
Starfsmaður skráir sig inn með sínum eigin rafrænum skilríkum. Þá birtist listi yfir þær stofnanir sem starfsmaðurinn hefur aðgang að.
Starfsmaður velur stofnunina sem hann ætlar að skrá sig inn sem. Þá birtist honum stjórnborðið og öll þau kerfi sem hann hefur aðgang að.
Næst er Aðgangsstýring valin en þá opnast aðgangsstýringarkerfið.
Þar er ýtt á Nýtt umboð sem opnar aðgangsstýringarflæði þar sem notandi, kerfi og réttindi eru skráð.
Hvað þarf stofnun að gera?
Stofnun sækir um kjarnavöru, sem dæmi Innskráningarþjónustu Ísland.is og fær í kjölfarið aðgang að stjórnborði þeirrar kjarnavöru. Athugið að enn er unnið að því að þróa sjálfsafgreiðsluvef fyrir allar kjarnaþjónustur Stafræns Íslands.
Hvert er hlutverk Stafræns Íslands?
Tekur á móti umsóknum um kjarnaþjónustur frá stofnunum og gefur stofnun aðgang að sjálfsafgreiðslukerfi.
Sér um hönnun, þróun og daglegan rekstur stjórnborðs og sjálfsafgreiðslukerfa.
Aðstoðar prókúruhafa að gefa starfsfólki aðgang að sjálfsafgreiðslukerfum ef þarf