Fara beint í efnið

Ísland.is app

Ísland.is appið gefur notendum opinberrar þjónustu greiðan aðgang að mikilvægum gögnum og þjónustu beint úr farsímanum þegar þeim hentar.

Efnisyfirlit

Ísland.is appið var fyrst gefið út til almennra notenda í mars 2022. Stafrænt Ísland sér um hönnun, þróun og rekstur appsins sem er aðgengilegt notendum Android og iPhone snjallsíma í gegn um Google Play og Apple App Store. Aðkoma opinberra stofnana að appinu felst í innleiðingu á þeim vörum Ísland.is sem birta gögn og bjóða upp á aðgerðir í appinu.

Ísland.is app og stafrænt skírteini - myndband

Kostir fyrir notendur

Í appinu geta notendur:

  • Lesið og sótt skjöl í stafræna pósthólfinu

  • Nálgast upplýsingar um stafræn skírteini og réttindi frá ýmsum stofnunum

  • Sótt stafræn skírteini og vistað þau í veskisappi í símanum

  • Staðfest stafræn skírteini annarra með lesara sem er innbyggður í appið

  • Fengið tilkynningar um mikilvæg skjöl og þjónustu

  • Nálgast stöðu stafrænna umsókna hjá opinberum aðilum

  • Skoðað persónulegar upplýsingar sínar og annara fjölskyldumeðlima frá Þjóðskrá

  • Skoðað upplýsingar um vegabréf, þ.m.t. vegabréfsnúmer og gildistíma

  • Skoðað upplýsingar um ökutæki og fasteignir í eigu notanda

  • Skoðað og uppfært notendastillingar sem notaðar eru til samskipta við opinberar stofnanir

Allir Íslendingar sem eiga rafræn skilríki geta nýtt sér Ísland.is appið.

Innskráning

Notendur skrá sig inn í appið með rafrænum skilríkjum og geta að því loknu valið að nota PIN-númer eða lífkenni (andlitsgreiningu eða fingrafar) til að opna appið með einföldum hætti. Vilji notandi skrá sig út úr appinu má gera það á stillingaskjá.

Ávinningur fyrir stofnun

  • Beint aðgengi að notendum snjallsíma í gegnum notendavænt og öruggt app byggt á nýjustu tækni í farsímalausnum. 

Ísland.is appið og stafræn skilríki, stafræna spjallið - myndband

Hvað þarf stofnun að gera?

  • Birta gögn í stafræna pósthólfinu, útfæra stafrænt skírteini eða stafrænar umsóknir í samstarfi við Stafrænt Ísland

  • Stofnanir sem nýta framangreindar vörur Stafræns Íslands fá sjálfkrafa aðild að þjónustuframboðið appsins fyrir sína notendur

Hvert er hlutverk Stafræns Íslands?

  • Hönnun, þróun og rekstur Ísland.is appsins

  • Stuðningur og samstarf við stofnanir í innleiðingu á vörum sem birta gögn í appinu

  • Vöruþróun og innleiðing á nýjum notkunarmöguleikum í appinu í samráði við notendur og stofnanir

Tæknilegar upplýsingar

  • Umhverfi: Android og iOS

  • Skrifað í React Native

  • Notast við innskráningarþjónustu Ísland.is

  • Tengist sjálfkrafa pósthólfi, skírteinaþjónustu og umsóknakerfi Ísland.is auk fleiri þjónusta