Stafræn skírteini
Þróun stafrænna skírteina
Útgáfa stafrænna skírteina opinberra stofnanna á Íslandi hófst sumarið 2020. Þá voru fyrst gefin út stafræn ökuskírteini fyrir Android og Apple snjallsíma. Hér fyri rneðan má sjá í meginþáttum framvindu þróunar stafrænna skírteina stofnanna í samstarfi við Stafrænt Ísland ásamt markverðum viðburðum þar sem stafræns skírteini hafa verið notuð.
2020
Reglugerð um ökuskírteini gerir stafræn ökuskírteini jafngild plastkortum á Íslandi
Útgáfa stafrænna ökuskírteina hefst (júní)
Útgáfa stafrænna vinnuvélaréttinda og ADR korta hefst (nóvember
2021
Stafræn ökuskírteini gjaldgeng sem skilríki á kjörstöðum í alþingiskosningum (september)
Staðfesting stafrænna skírteina með skönnun á kjörstöðum og hjá lögreglunni
2022
Fyrsta útgáfa af Ísland.is appinu gefin út (mars)
Stafræn skírteini aðgengileg í gegn um Ísland.is appið
Staðfesting stafrænna skírteina með skönnun í Ísland.is appinu
Stafræn ökuskírteini notuð á kjörstöðum í sveitarstjórnarkosningum (maí)
Útgáfa stafrænna skotvopnaleifa hefst (október)
2023
Útgáfa stafrænna örorkukorta hefst (apríl)
Vínbúðirnar hefja staðfestingu stafræn ökuskírteini með skönnun í öllum verslunum
2024
Stafræn ökuskírteini notuð á kjörstöðum í forsetakosningum og alþingiskosningum
Útgáfa stafrænna veiðikorta hefst (apríl)
2025
Stafræn skírteini með strikamerkjum og mynd birt í Ísland.is appinu (mars)
Útgáfu skírteina í Wallet öppum á farsímum hætt (júní)
Birtingu skírteina í wallet öppum farsíma endanlega hætt (ágúst)