Fréttabréf október 2024
30. október 2024
Fréttabréf Stafræns Íslands október 2024.
Ísland heldur 5.sætinu
Ísland heldur fimmta sætinu í könnun aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna á stafrænni opinberri þjónustu og innviðum.
Könnuninni er ætlað að gera kleift að bera saman hvernig þjóðir standa að notendavænni stafrænni þjónustu, stafrænum innviðum og hæfni og hversu vel ríkin nýta upplýsingatækni til að gera þjónustu aðgengilega fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Könnunina má því nota til þess að draga lærdóm af því sem vel er gert og hafa þannig áhrif á stefnumótun í stafrænni þjónustu.
Niðurstöður annarrar könnunar í Evrópu, EU eGov Benchmark, gefa sömu vísbendingar, en þar situr Ísland í 4. sæti skv. síðustu niðurstöðu.
Lesa nánar um könnun Sameinuðuþjóðanna United Nations E-Government Development Index 2024
Lesa nánar um könnun Evrópusambandsins EU eGov Benchmark 2023
Ert þú efni í ritstjóra Ísland.is?
Fjármála og efnahagsráðuneytið leitar að öflugum og metnaðarfullum ritstjóra til að leiða stefnumótun á framsetningu efnis á Ísland.is, þróa efnis- og aðgengisstefnu Ísland.is og styðja þannig við umbreytingar í stafrænni opinberri þjónustu. Hjá Stafrænu Íslandi starfar hópur sérfræðinga sem hefur það að leiðarljósi að einfalda líf fólks.
Sækja um starf ritstjóra Ísland.is
Ávinningsmat stafrænna ferla
Stafrænt Ísland hefur unnið að aðferðafræði við að meta ávinning stafrænna ferla. Ávinningurinn er margvíslegur og erfitt getur reynst að leggja fjárhagslega mælikvarða á bætta þjónustu.
Allt um alþingiskosningarnar á Ísland.is
Landskjörstjórn hefur í samstarfi við Stafrænt Ísland flutt alla sína upplýsingagjöf á Ísland.is sem ásamt fjölda stafrænna lausna sem gerir utan umhald kringum kosningar bæði einfaldara í meðferð sem og öruggara.
Nýtt í Ísland.is appinu
Heilsa hefur stigið fyrstu skrefin inn í Ísland.is appið. Í þessari fyrstu útgáfu af heilsu í Ísland.is appinu er nú hægt að nálgast upplýsignar um heilsugæslu, heimilislækni, greiðsluþáttöku á einfaldan hátt.
Umboð á pappír
Upplýsingar um umboðs og aðgangsstýringu til þriðja aðila hafa verið uppfærðar í Ísland.is sem og umsókn um skil á umboðsveitingu á pappír.
Umboðs- og aðgangsstýring Ísland.is
Stafræn umsókn um ríkisborgararétt
Erlendir ríkisborgarar, 18 ára og eldri, geta sótt um íslenskan ríkisborgararétt með rafrænum hætti fyrir sig og börn sín, sem eru yngri en 18 ára, í einni umsókn.
Lesa nánar um ríkisborgararétt
Velkomið Norðurlandaráðsþing
Upplýsingasíðu fyrir Norðurlandaráðsþing er að finna á Ísland.is. Verkefnið flokkast sem verkefnavefur sambærilegur Fyrir Grindavík. Opnun síðunnar er liður í stærra verkefni þar sem Lögreglan vinnur að því að flytja vef sinn alfarið á Ísland.is.
Velkomið Sjónstöð
Bjóðum Sjónstöðina velkomna á Ísland.is sem mun veita Ísland.is samfélaginu styrki og stuðning þegar kemur að aðgengismálum.
Meðal verkefna Stafræns Íslands:
Mínar síður Ísland.is
Lyfjaávísanir og lyfjasaga
Staða á biðlista
Lög og regla - mín gögn úr dómskerfinu
Umsóknir á Ísland.is
Staðfesting á skólavist (grunnskóli)
Skipta um grunnskóla
Afturköllun ellilífeyris
Skráning leigusamnings
Umsókn um húsnæðisbætur
Umsókn um framhaldskólanám
Tilkynning um vinnuslys
Umsókn um nafnskírteini
Tilkynning um netglæp
Vefir í vinnslu:
Dómstólasýslan
Persónuvernd
Vinnumálastofnun
Héraðssaksóknari
Skipulagsstofnun
Lögreglan
Almannavarnir
Landspítali
Umboðskerfi Stafræns Íslands - í vinnslu:
Umboðstegund fyrir forsjáraðlia barna 16 ára og yngri
Umboð fyrir framkvæmdastjóra fyrirtækja