Ísland.is appið
Með ríkið í vasanum
14. janúar 2024
Vegna eldgoss í nágrenni við Grindavík, og nauðsynlegs neyðar- og rannsóknaflugs, hefur Samgöngustofa að beiðni Samhæfingarstöðvar Almannavarna bannað drónaflug í nágrenni við Grindavík.
11. janúar 2024
Vegna leitar- og björgunaraðgerða í Grindavík hefur Samgöngustofa, að beiðni Lögreglustjórans á Suðurnesjum bannað drónaflug yfir og við Grindavík.
19. desember 2023
Almannavarnir hafa tilkynnt að drónabann sem sett var á í upphafi eldgoss sé ekki nauðsynlegt lengur eins og staðan er.
18. desember 2023
Vegna eldgoss hefur verið sett drónabann. Lokunin nær til sama svæðis og var í gildi fram til 15. desember, svæðið markast af eftirfarandi hnitum: 635621N0222218W / 635440N0221323W / 634902N0223533W / 634641N0222232W
15. desember 2023
Flugplan.is er ný gátt á vegum Flugmálafélags Íslands fyrir flugáætlanagerð
13. desember 2023
Ísland tók nýverið þátt í árlegri samningaráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) í Riyadh. Tilgangurinn var að auka markaðsaðgang fyrir íslensk fyrirtæki í flugrekstri með gerð tvíhliða samninga við erlend ríki.
8. desember 2023
Auglýst er eftir umsóknum í verkefni á sviði norrænna sjóflutninga og orkurannsókna.
30. nóvember 2023
Vegna jarðhræringa í nálægð Grindavíkur hefur áður útgefið flug- og drónabann verið framlengt til 15. desember. Fjölmiðlum verða veittar undanþágur með skilyrðum.
21. nóvember 2023
Með nýrri skipaskrá, Skútunni, var tekið upp það verklag, að gefa út haffærisskírteini með fullum gildistíma þótt niðurstaða skoðunar væri dæming 2.
20. nóvember 2023
Árið 2024 verða haldin námskeið fyrir prófdómara flugskírteina á fjölstjórnarvélar 8. febrúar og 12. september í Ármúla 2.