Ísland fullgildur aðili að EUROCONTROL
1. janúar 2025
Frá 1. janúar 2025 er Ísland formlega orðið aðili að EUROCONTROL, hið 42. í röð Evrópuríkja. EUROCONTROL er evrópsk milliríkjastofnun sem styður við flug og flugleiðsögu í Evrópu.
Náið samstarf hefur verið um flugmál við stofnunina í meira en aldarfjórðung í gegnum áheyrnaraðild. Árið 2022 var undirritaður aðlögunarsamningur sem lagði grunninn að fullri aðild Íslands nú.
Íslensk flugmálayfirvöld og EUROCONTROL hafa unnið náið saman í gegnum árin við samhæfingu flugumferðar og samráði um loftrými. Samstarfið hefur reynst vel, ekki síst við krefjandi aðstæður, svo sem eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010.
„Vegna landfræðilegrar staðsetningar gegna flug og flugleiðsaga gríðarlega mikilvægu hlutverki fyrir Ísland. Ekki aðeins er það drifkraftur hagvaxtar og velmegunar heldur einnig aðalferðamáti fólks milli landa. Aðild Íslands að EUROCONTROL er rökrétt framhald á farsælu samstarfi til margra ára. Við hlökkum til að styrkja þá góðu samvinnu enn frekar sem virkir þátttakendur hjá EUROCONTROL.“ Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu
„Það er mér sönn ánægja að bjóða Ísland velkomið sem 42. aðildarríki okkar. Aðild Íslands er vitnisburður um það mikla starf sem átt hefur sér stað á báða bóga frá því formleg bréfaskipti hófust í ágúst 2020. Þetta eru frábærar fréttir fyrir stofnunina og evrópska flugnetið í heild. Ég vil þakka öllum sem lögðu sitt af mörkum til að gera þetta mikilvæga skref mögulegt – bæði teymi EUROCONTROL og samstarfsaðilum okkar hjá ICETRA, ISAVIA ANS, innviðaráðuneyti Íslands og utanríkisráðuneyti Íslands, meðal annarra.“ Raúl Medina, framkvæmdastjóri EUROCONTROL
Tengiliðir fyrir fjölmiðla:
Ísland: Þórhildur Elínardóttir: thorhildur.elinardottir@icetra.is, sími: +354 896 3351
EUROCONTROL: Kyla Evans: press@eurocontrol.int, sími: +32 2 729 5095