Réttur farþega þegar flugi er aflýst
19. júní 2025
Vegna fjölda fyrirspurna vill Samgöngustofa vekja athygli á réttindum flugfarþega þegar flugi er aflýst.

Ef flugi er aflýst eiga farþegar rétt á að velja eitt af eftirfarandi:
hætta við flug og fá farmiða endurgreiddan
nýtt flug við fyrsta tækifæri
nýtt flug síðar meir
Ef aflýsingin er til komin vegna þess að flugrekandi er að leggja niður flugleið þá ber honum engu að síður að koma farþega á lokaáfangastað, kjósi farþeginn þann kost.
Mikilvægt er að bíða eftir formlegri tilkynningu frá flugrekanda um að fluginu hafi verið aflýst. Ef farþegi hættir við flug áður en slík tilkynning hefur borist, hefur það áhrif á rétt hans til endurgreiðslu.