Réttindi við truflun á flugi
Ef eitthvað kemur upp á varðandi flug þitt, sem fellur undir íslensk lög, gætir átt rétt á endurgreiðslu, skaðabótum eða annarri þjónustu. Leitaðu til flugfélagsins ef þú telur þig eiga rétt á skaðabótum eða endurgreiðslu.
Það er mögulegt að þú eigir bótarétt samkvæmt lögum og reglum annarra landa um réttindi flugfarþega.
Gerð röskunar og skaðabætur
Ef skilyrði um flugleið og flugfélag er uppfyllt, fer réttur til skaðabóta eftir gerð röskunar og ástæðum fyrir þeim.
Flugfélögum er skylt að upplýsa farþega um réttindi sín.
Réttindi geta myndast:
Ef þú hefur þegar kvartað til flugfélagsins og ert ósammála niðurstöðunni getur þú vísað kvörtuninni til Samgöngustofu.
Réttur fellur niður
Ef þú átt sök á aflýsingu eða seinkun flugsins, átt þú ekki rétt á skaðabótum né endurgreiðslu.
Ef seinkun eða aflýsing var vegna óviðráðanlegra ytri ástæðna, sem flugfélagið hafði enga stjórn á, getur bótaréttur þinn fallið niður. Óviðráðanlegar ytri aðstæður geta til dæmis verið stríð, hryðjuverk, óveður, verkföll eða ófyrirséð öryggisvandamál.
Óviðráðanlegar aðstæður
Ef þú ert að reyna að finna út hvort um óviðráðanlegar aðstæður er að ræða þá er gott að líta til eftirfarandi spurninga:
Var þetta flugfélaginu að kenna?
Til dæmis ef skortur var á starfsfólki þá gætir þú átt rétt á bótum. En ef flugvöllurinn á áfangastað var lokaður, þá áttu ekki rétt á bótum.
Var truflunin fyrirsjáanleg?
Til dæmis ef um vélabilun var að ræða, þá áttu líklega rétt á bótum svo framarlega sem bilunin kom fram fyrir flug en ekki í fluginu sjálfu.
Kom þetta líka fyrir hjá öðrum flugfélögum?
Í flestum þannig tilfellum er um óviðráðanlegar aðstæður að ræða.
Upphæðir skaðabóta
Bæturnar miðast við að lengd flugsins auk brottfarar- og komutíma nýju fluganna sem þér er boðið.
Almennt gildir:
Fyrir stutt flug, styttra en 1500 km.
125 til 250 evrur.
Fyrir millilöng flug, meira en 1500 og minna en 3500 km., innan EES
200 til 400 evrur.
Fyrir löng flug, lengri en 3500 km.
300 til 600 evrur.
Bætur fyrir flug innan EES fara samt aldrei yfir 400 evrur
Skoða dóma og úrskurði er fallið hafa í málefnum tengdum réttindum farþega.
Evrópusambandið hefur gefið út leiðbeiningar um túlkun á réttindum farþega.
Réttur á þjónustu
Þú átt lagalegan rétt á tiltekinni þjónustu, þannig að ef flugfélagið þitt býður enga þjónustu þá þarftu að vera tilbúin að biðja um hana. Þú gætir þurft að vera ákveðinn þegar um mikla truflun er að ræða þar sem starfsfólk flugfélagins gæti haft í mörg horn að líta.
Ef flugfélagið neitar að veita þjónustu þá þarft þú að gera eigin ráðstafanir og krefjast endurgreiðslu seinna. Þú ættir samt alltaf að reyna að ná sambandi við einhvern frá flugfélaginu áður en þú gerir það.
Í þeim tilfellum þar sem þú borgar beint fyrir þjónustu er nauðsynlegt að geyma allar kvittanir og að halda kostnaði í lágmarki. Það er ekki líklegt að flugfélög endurgreiði kostnað fyrir lúxushótel. Sjá ennfremur kostnaðarviðmið Samgöngustofu.
Kostnaðarviðmið
Samgöngustofu er veitt heimild til þess að ákveða kostnaðarviðmið í 9. gr. reglugerðar nr. 466/2024, um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum í flugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum. Í 9. gr. framangreindrar reglugerðar kemur fram að kostnaðarviðmiðið eigi að endurspegla kostnað farþega vegna gistingar, fæðis, samskipta, flutnings milli staða o.fl. almennt og í tilvikum sem falla undir 3. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar.
Í greininni segir enn fremur að kostnaðarviðmið skuli byggja á almennum kostnaði eða meðaltalskostnaði þar sem honum er til að dreifa. Ef slíku kostnaðarviðmiði er ekki til að dreifa getur Samgöngustofa ákvarðað kostnað í einstökum tilvikum með hliðsjón af atvikum sem endurspegla eðlilegan kostnað farþega vegna breytinga á ferðatilhögun.
Með vísan í framangreinda heimild tók Samgöngustofa saman minnisblað sem hefur að geyma tillögu að kostnaðarviðmiði. Þann 4. febrúar sl. veitti Samgöngustofa hagsmunaaðilum tækifæri til þess að koma á framfæri athugasemdum við minnisblaðið og niðurstöðu þess. Ein athugasemd barst sem þótti ekki gefa tilefni til þess að breyta kostnaðarviðmiðinu.
Þessu kostnaðarviðmiði er ætlað að vera notað í þeim tilvikum sem þjónustuveitandi hefur hvorki uppfyllt skyldu um að veita farþega aðstoð og þjónustu né upplýsingar eins og reglugerðin mælir fyrir um og farþegi hefur ekki kvittanir vegna kostnaðar sem hann verður fyrir vegna neitunar á fari, aflýsingu flugs og seinkun þess.
Með hliðsjón af framangreindu er það tillaga Samgöngustofu að best sé að nota ESB viðmiðið, sem er til fyrir hvert ríki og endurspeglar mismunandi verðlag í hverju ríki. Í ESB dagpeningunum er innifalin 15% álagning vegna óvæntra atburða sem SGS leggur til að verði dregin frá. Að auki telur stofnunin eðlilegt til að sýna meðalhóf vegna eðlismunar aðstæðna starfsmanna alþjóðastofnana og flugfarþega og lækka dagpeningana til viðbótar um 10% og leggur til að kostnaðarviðmið Samgöngustofu skv. 9. gr. reglugerðar nr. 1048/2012 verði ESB viðmiðið mínus 25% sbr. eftirfarandi töflu.
Lönd | ESB – dagpeningar, mínus 25%. | ESB fæðispeningar |
Danmörk | 270-25% =202.5 | 120-25%=90* |
England | 276-25% =207 | 101-25%=76* |
Þýskaland | 208-25% =156 | 93-25%=70* |
Frakkland | 245-25% = 183.75 | 95-25%=71* |
Belgía | 232-25%=174 | 92-25%=69* |
Bandaríkin | 279-25%=209.25 | 81-25%=61* |
Kanada | 287-25%=215.2 | 112-25%=84* |
Önnur lönd** |
|
|
*Evrur
** Önnur lönd
Úthlutun ESB dagpeninga flokkast eftirfarandi:
6 klst. seinkun eða minna, 20% af fæðiskostnaði.
Meira en 6 klst. seinkun og minna en 12 klst., helmingur af fæðiskostnaði.
Meira en 12 klst. seinkun, en ekki meira en 24 klst., fullur fæðiskostnaður.
Fyrir hverjar 12 klst. í seinkun í viðbót, helmingur fæðiskostnaðar.
Til að finna hlutfallslegan fæðiskostnað, þar sem hótelhlutfallið er dregið frá. Sjá: https://www.per-diems.info/
Dagpeningar ESB/Flat Rates for Daily Allowances
Samgöngustofa vekur athygli á að viðmiðið útilokar ekki að farþegi sem telur sig hafa orðið fyrir kostnaði sem leiðir til greiðsluskyldu á grundvelli farþegareglugerðarinnar geti gert kröfu um fulla greiðslu þess kostnaðar sé hann meiri en viðmiðið kveður á um.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa