Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skyndileg rekstrarstöðvun

Skyndileg rekstrarstöðvun getur m.a. komið til vegna þess að flugrekandi hættir störfum og skilar inn flugrekstrarleyfi t.d. í aðdraganda gjaldþrots.

Gjaldþrot

Réttarstaða flugfarþega þegar flugrekandi verður gjaldþrota ræðst af því hvort að ferðin hafi verið keypt í gegnum ferðaskrifstofu, greidd með greiðslukorti eða reiðufé.

Ef flugferð er aflýst vegna gjaldþrots er hægt að:

Flugfarþegar eiga kröfu á hendur flugrekanda á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega EB nr. 261/2004. Þegar um gjaldþrot er að ræða þarf að lýsa slíkum kröfum í þrotabú flugrekandans. 

Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri pakkaferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um pakkaferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.

Spurt og svarað um réttindi flugfarþega Play


Verkföll

Farþegar sem lenda í vanda vegna verkfallsaðgerða eiga rétt á upplýsingum og þjónustu eins og aðrir farþega, til dæmis:

  • máltíð og hressingu í samræmi við lengd tafar

  • símtali

  • gistingu ef þörf er á

  • ferð á gististað

Verkföll 3. aðila, til dæmis starfsfólk flugvallar, flugumferðastjórar eða hlaðmenn, telst til óviðráðanlegra aðstæðna. Verkföll starfsfólks flugfélaga telst ekki til óviðráðanlegra aðstæðna.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa