Skyndileg rekstrarstöðvun getur m.a. komið til vegna þess að flugrekandi hættir störfum og skilar inn flugrekstrarleyfi t.d. í aðdraganda gjaldþrots.
Gjaldþrot
Réttarstaða flugfarþega þegar flugrekandi verður gjaldþrota ræðst af því hvort að ferðin hafi verið keypt í gegnum ferðaskrifstofu, greidd með greiðslukorti eða reiðufé.
Ef flugferð er aflýst vegna gjaldþrots er hægt að:
Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri pakkaferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um pakkaferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.
Spurt og svarað um réttindi flugfarþega Play
Farþegum Play sem staddir eru erlendis er bent á að kanna möguleika á flugi hjá öðrum flugfélögum til að komast heim á eigin vegum.
Já, einstaklingar bóka sjálfir nýtt flug hjá öðrum flugrekanda. Þó eiga þau sem hafa keypt pakkaferð að vera tryggð hjá þeirri ferðaskrifstofu sem skipt var við, þeim er bent á að hafa samband þangað.
Samgöngustofa hefur unnið að því að kanna vilja annarra flugfélaga um að bjóða farþegum Play sérstök björgunarfargjöld. Það er gert í samræmi við yfirlýsingu Alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA. Upplýsingar um það verða birtar á vef Samgöngustofu þegar þær liggja fyrir.
Greiðslukort – Farþegum sem keyptu flugmiða ýmist með kredit- eða debetkorti geta sótt um endurgreiðslu til kortafyrirtækis eða banka. Í einhverjum tilvikum gæti það sama átt við um aðra greiðslumiðla (s.s. Netgíró).
Pakkaferðir – Farþegar sem keyptu ferðina af ferðaskrifstofu sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri pakkaferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um pakkaferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við ferðaskrifstofuna sína.
Gjafabréf, millifærsla, peningar – Ef þú greiddir með gjafabréfi, millifærslu eða peningum þarf að lýsa kröfu í þrotabú félagsins.
Farþegar sem keyptu ferðina af ferðaskrifstofu sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri pakkaferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á nýju flugi. Farþegum er bent á að hafa samband við ferðaskrifstofuna sína.
Að svo stöddu hafa slík úrræði ekki komið til tals.
Ef viðbótarkostnaður hlýst af framlengingu á dvöl t.d. fleiri nætur á hóteli og/eða fleiri daga með bílaleigubíl er farþegum bent á að kannar tryggingar sínar. Farþegar kunna að eiga bótakröfu á þrotabú flugfélagsins.
Samkvæmt upplýsingum frá Play voru 9.300 farþegar erlendis þann 29. september og væntanlegir heim næstu sjö daga frá 22 flugvöllum. Rétt rúmlega 9.000 farþegar voru í sömu stöðu hér á Íslandi. Samtals voru strandaglópar því rúmlega 18.000.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um heildarfjölda seldra miða.
Forsvarsfólk Play hefur upplýst að um 400 manns missi vinnuna við það að flugfélagið hætti rekstri.
Samgöngustofa hefur haft reglubundið eftirlit með fjárhag flugrekandans, skv. rg. ESB nr. 1008/2008. Tilgangur þess er fyrst og fremst að meta hvort flugfélög geti tryggt flugöryggi á hverjum tíma. Hvort viðkomandi flugfélag geti fjármagnað flugþjálfun, viðhald og annað sem tengist flugöryggi.
Stjórnvöld hafa undanfarið ár reglulega verið upplýst um fjárhagslegt eftirlit með flugrekandanum og fundað um stöðuna með fulltrúum Samgöngustofu og tilnefndum sérfræðingum um fjárhagseftirlit.
Flugfarþegar eiga kröfu á hendur Fly Play hf. á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega. Þegar um gjaldþrot er að ræða þarf að lýsa slíkum kröfum í þrotabú flugrekandans.
Kröfur í þrotabúa Fly Play hf. skulu sendar á: Arnar Þór Stefánsson skiptastjóra að LEX ehf., Borgartúni 26, 105 Reykjavík eða á netfangið krofulysing@lex.is.
Lýsa þarf kröfum í búið innan fjögurra mánaða frá innköllun skiptastjóra, sem birt var 2. október 2025.
Verkföll
Farþegar sem lenda í vanda vegna verkfallsaðgerða eiga rétt á upplýsingum og þjónustu eins og aðrir farþega, til dæmis:
máltíð og hressingu í samræmi við lengd tafar
símtali
gistingu ef þörf er á
ferð á gististað
Verkföll 3. aðila, til dæmis starfsfólk flugvallar, flugumferðastjórar eða hlaðmenn, telst til óviðráðanlegra aðstæðna. Verkföll starfsfólks flugfélaga telst ekki til óviðráðanlegra aðstæðna.