Fara beint í efnið

Gjaldþrot eða verkföll flugfélaga eða flugvalla

Ef flugferð er seinkað eða aflýst vegna verkfallsaðgerða átt þú rétt á þjónustu auk mögulega endurgreiðslu eða skaðabótum.

Verkföll

Farþegar sem lenda í vanda vegna verkfallsaðgerða eiga rétt á upplýsingum og þjónustu eins og aðrir farþega, til dæmis:

  • máltíð og hressingu í samræmi við lengd tafar

  • símtali

  • gistingu ef þörf er á

  • ferð á gististað

Verkföll 3. aðila, til dæmis starfsfólk flugvallar, flugumferðastjórar eða hlaðmenn, telst til óviðráðanlegra aðstæðna. Verkföll starfsfólks flugfélaga telst ekki til óviðráðanlegra aðstæðna.

Gjaldþrot

Réttarstaða flugfarþega í fjárhagserfiðleikum flugrekenda og ferðaskrifstofa er misjöfn eftir því hvaða þjónusta hefur verið keypt, af hverjum og hvar.

Ef flugferð er aflýst vegna gjaldþrots áður en ferðin er hafin er hægt að:

  • lýsa kröfu í þrotabúið

  • sækja endurgreiðslu til greiðslukortafyrirtækis, ef farseðill var greiddur með greiðslukorti

Ef farþegi er erlendis þegar flugfélag fer í þrot er hægt að:

  • sækja endurgreiðslu til greiðslukortafyrirtækis, ef farseðill var greiddur með greiðslukorti

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa