Fatlaðir og hreyfihamlaðir flugfarþegar eiga að hafa sömu möguleika á að ferðast flugleiðis og aðrir farþegar. Til þess að það sé hægt skal veitt aðstoð sem hentar sérstökum þörfum þeirra.
Þau sem geta nýtt sér þessa þjónustu eru til dæmis:
eldra fólk
barnshafandi
fatlaðar og hreyfihamlaðir
Til fatlaðra og hreyfihamlaðra telst til dæmis fólk:
sem notar hjólastóla
með sjón- eða heyrnarskerðingu
með langvinna sjúkdóma
með Alzheimerssjúkdóm
með ósýnilega fötlun eins og hjartasjúkdóma eða einhverfu
Þú þarft ekki að sýna vottorð til að sanna þörf fyrir aðstoð og flugfélög eiga ekki að biðja um slíkt.
Flugfélag má ekki neita farþega að fljúga með þeim vegna fötlunar, nema það sé af réttlætanlegum öryggisástæðum. Flugfélagið þarf í þeim tilvikum að veita upplýsingar um þessar ástæður.
Þú átt rétt á að fá þá aðstoð sem þú þarft til að komast um flugvöllin og um borð í vélina að kostnaðarlausu.
Allar nauðsynlegar upplýsingar á meðan ferð þinni stendur verða að vera á aðgengilegu sniði, til dæmis blindraletri, hljóði eða stóru letri.
Þú mátt haft með þér allt að 2 hjálpartæki þér að kostnaðarlausu, þar á meðal rafhlöðuknúið hjálpartæki. Þetta telst ekki sem hluti af farangursheimild þinni.
Þú átt rétt á að taka eins mikið af lyfjum og þú þarft með þér í fluginu. Í einhverjum tilfellum er beðið um læknisvottorð.
Þú mátt líka haft lækninga- og hreyfibúnað með þér um borð í flugvélinni. Til dæmis hækjur eða lítil lækningatæki eins og CPAP svefnöndunarvélar, úðagjafar eða álika. Flugfélagið þitt getur veitt staðfestingu á því hvað þú getur tekið með þér um borð í flugvélina og hvað þarf að geyma í farangursrými.
Ef hjálpartæki tapast eða skemmast í flugferðinni ber flugfélaginu að bæta þau að fullu.
Starfsfólk flugfélagsins getur veitt ýmsa aðstoð um borð í vélinni, til dæmis með að:
komast til og frá salernisaðstöðu
ferðast um flugvélina
opna matarumbúðir
setja saman og nota hjólastól um borð
að ganga frá og sækja handfarangur
Starfsfólk flugfélagsins getur ekki veitt aðstoð:
með að lyfta farþega
með að borða eða drekka
við lyfjatöku
við notkun á salerni
við að standa upp og með samskipti við aðra
Ef þú þarft aðstoð við þessa hluti þarftu aðstoðarmann með þér sem getur veitt þér þá aðstoð.
Flugfélög verða að leyfa þér að ferðast með viðurkenndan hjálparhund í farþegarými þér að kostnaðarlausu. Athugaðu nánar hjá flugfélaginu þínu.
Ef þú telur þig þurfa aðstoð þegar þú ferðast með flugi, ættir þú að hafa samband við flugfélagið þitt eða ferðaskrifstofu til að ræða þínar þarfir.