Fara beint í efnið

Kvarta vegna þjónustu við fatlaða og hreyfihamlaða flugfarþega

Eyðublað fyrir kvartanir vegna þjónustu

Ef flugfélagið eða flugvöllurinn mætir ekki þörfum þínum getur þú sent kvörtun til Samgöngustofu.

Fylgigögn

Áður en þú sendir inn kvörtun er gott að hafa:

  • upplýsingar um hvenær tilkynnt var um þörf á þjónustu

  • bókunarupplýsingar og dagsetningar

  • flugnúmer og brottfarar- og komuvelli

Svona sendir þú inn kvörtun

  1. Smelltu á Senda eyðublað

  2. Fylltu út eyðublaðið eins ítarlega og hægt er

  3. Hengdu við viðeigandi fylgigögn

  4. Smella á Senda

Málsmeðferð

Samgöngustofa tekur við beiðni og kannar hvort hún falli undir valdsvið stofnunar. Í þeim tilvikum þar sem tilvikið fellur utan valdsvið stofnunarinnar er þeim málum vísað frá. Í þeim tilvikum þegar kvörtun fellur undir valdsvið Samgöngustofu er kvörtunin send til hlutaðeigandi flugrekanda til umsagnar.

Berist athugasemdir flugrekanda þá eru þær sendar kvartanda til umsagnar. Þegar nauðsynleg gögn liggja fyrir þá gefur Samgöngustofa út  úrskurð í málinu. Sérfræðingar Samgöngustofu annast meðferð kvartana hjá stofnuninni.

Fyrningafrestur

Fyrningafrestur fyrir kvartanir miðast við 4 ár frá dagsetningu flugs.

Eyðublað fyrir kvartanir vegna þjónustu

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa