Ef farangur eða hjálpartæki verða fyrir skemmdum, seinkun eða týnist getur þú átt rétt á skaðabótum.
Ef farangur þinn verður fyrir tjóni á meðan flugferðalagi stendur gætir þú átt rétt á skaðabótum. Flugfélag ber ábyrgð á tjóni:
sem verður ef innritaður farangur glatast, skemmist eða eyðileggst ef tjónsatburðurinn á sér stað í loftfari eða á meðan innritaður farangur er í umsjón flugfélagsins.
á handfarangri, þar með töldum persónulegum eigum, ef tjón má rekja til flugfélagsins.
ef flugfélagið viðurkennir að hafa tapað innrituðum farangri eða innritaður farangur kemur ekki fram innan 21 dags eftir að áætlað var að hann kæmi á áfangastað.
Flugfélagið er ekki ábyrgt fyrir skemmdum vegna eðlilegrar notkunar, eins og til dæmis rispum eða dældum.
Flest flugfélög endurgreiða kostnað fyrir helstu nauðsynjar sem þú þarft að kaupa ef farangri þínum seinkar.
Ef það gerist að heiman þá getur það átt við helstu snyrtivörur, nærföt og hreinsun á fötum.
Ef seinkun er á farangri við heimkomu getur flugfélagið talið tjón þitt minna þar sem að þú hafir meiri möguleika á aðgengi að nauðsynjavörum.
Ef farangur tapast eða skemmist þegar þú hefur ferðast með fleiri en einu flugfélagi getur þú lagt fram kröfu hjá því flugfélagi sem þú kýst.
Ef hjálpartæki, til dæmis hjólastóll eða rafskutla, verður fyrir seinkun eða skemmdum á meðan flugferðalagi stendur ber flugfélaginu að veita þér viðeigandi aðstoð.
Ef farangur eða hjálpartæki berst ekki á komuflugvöll eða hefur orðið fyrir skemmdum skalt þú tilkynna það hjá þjónustuborði í töskumótttökusal eða hafa beint samband við flugfélagið.
Týndur, skemmdur eða seinkun á afhendingu farangurs
Flugfélög bera ábyrgð á týndum eða skemmdum farangri, miðað við verðmæti farangurs þíns.
Ef farangur þinn seinkar á meðan þú ert að heiman munu flest flugfélög endurgreiða þér nauðsynlega hluti sem þú þarft. Athugaðu þetta hjá flugfélagi þínu.
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa taka til meðferðar mál sem varða týndan, skemmdan eða seinkun á afhendingu farangurs.