Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Samgöngustofa Forsíða
Samgöngustofa Forsíða

Samgöngustofa

Play hættir starfsemi

29. september 2025

Play hefur lýst því yfir að félagið hafi hætt starfsemi.

Hvernig kemst ég á áfangastað?

Farþegum Play er bent á að kanna möguleika á flugi hjá öðrum flugfélögum.

Hver eru réttindi mín?

Flugfarþegum sem keyptu flugmiða með greiðslukorti er bent á að leita til banka eða kortafyrirtækja um möguleika á endurgreiðslu á fargjaldinu. Varðandi nýja ferðatilhögun skal leita til annarra flugrekenda.

Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri pakkaferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um pakkaferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.

Flugfarþegar eiga kröfu á hendur Play (Fly Play hf.) á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega. Þegar um gjaldþrot er að ræða þarf að lýsa slíkum kröfum í þrotabú flugrekandans. 

Um réttarstöðu flugfarþega við aðstæður sem þessar má lesa hér.

Spurt og svarað um réttindi flugfarþega Play