Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Samgöngustofa Forsíða
Samgöngustofa Forsíða

Samgöngustofa

Frammistöðuáætlun 2025-2029 í flugleiðsöguþjónustu

25. ágúst 2025

Samgöngustofa hefur gefið út frammistöðuáætlun Íslands 2025-2029 í flugleiðsöguþjónustu. Áætlunin byggir á alþjóðlegum kröfum og er liður í innleiðingu markmiða um örugga, hagkvæma og umhverfisvæna flugleiðsögu í sam-evrópska loftrýminu (Single European Sky).

Áhersla er lögð á öryggi, umhverfi, afköst og kostnaðarhagkvæmni með það að markmiði að stuðla að sjálfbærni, betri nýtingu loftrýmis og minni losun gróðurhúsalofttegunda.

Áætlunin var unnin í samráði við hagaðila og hefur fengið staðfestingu innviðaráðherra og forstjóra Samgöngustofu. Tekið er við ábendingum og athugasemdum sem nýtast við frekari þróun áætlunarinnar.

Hér má sjá áætlunina og nánari upplýsingar sem varða hana.