Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Frammistöðuáætlun í flugleiðsögu 2025-2029

Frammistöðuáætlun 2025-2029 í flugleiðsöguþjónustu er gefin út af Samgöngustofu. Áætlunin byggir á alþjóðlegum kröfum og er liður í innleiðingu markmiða um örugga, hagkvæma og umhverfisvæna flugleiðsögu innan sam-evrópska loftrýmisins (Single European Sky).

Í áætluninni eru skilgreindir fjórir lykilframmistöðuvísar (KPI):

  • Öryggi

  • Umhverfi

  • Afköst

  • Kostnaðarhagkvæmni

Markmið og tilgangur

Tilgangur frammistöðuáætlunarinnar er að styðja við sjálfbærni í flugsamgöngum og skapa ramma fyrir langtímaumbætur í rekstri flugleiðsögu. Sérstök áhersla er lögð á aukna skilvirkni, betri nýtingu loftrýmis, afkastagetu kerfisins, kostnaðarlegan stöðugleika og minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda.

Samráð og næstu skref

Áætlunin nær til íslenska loftrýmisins og er unnin í víðtæku samráði við hagaðila, þar á meðal veitendur flugleiðsöguþjónustu. Samgöngustofa hvetur áfram til virkrar þátttöku og tekur á móti ábendingum og athugasemdum sem nýtast við frekari þróun áætlunarinnar.

Gagnasöfnun og lagagrundvöllur

Vegna mikilla áhrifa heimsfaraldurs COVID-19 á flugumferð árin 2020–2024 nýttust gögn þess tímabils ekki við mótun markmiða í þessari útgáfu eins og gert hafði verið ráð fyrir. Gerð frammistöðuáætlana byggir á kröfum reglugerðar um flugleiðsögu í samevrópska loftrýminu.

Áætlunin hefur fengið staðfestingu innviðaráðherra og forstjóra Samgöngustofu.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa