Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Samgöngustofa Forsíða
Samgöngustofa Forsíða

Samgöngustofa

Endurteknar skoðanir á gúmmíbjörgunarbátum

19. september 2025

Samgöngustofa hefur framkvæmt úrtaksskoðanir á gúmmíbjörgunarbátum sem þjónustuaðili skoðaði frá miðju síðasta ári. Í ljós komu tilvik þar sem frágangur á bátunum var ekki fullnægjandi.

Til að standa vörð um öryggi sjófarenda hefur Samgöngustofa ákveðið að ógilda allar umræddar skoðanir frá miðju síðasta ári. Skipin sem í hlut eiga teljast því óhaffær samkvæmt skipalögum þar til endurtekin skoðun á gúmmíbjörgunarbátum hefur farið fram.

Skoðanir skulu framkvæmdar af viðurkenndum þjónustuaðilum og er listi yfir þá aðgengilegur á vef Samgöngustofu. Skoðun þessara gúmmíbjörgunarbáta sem fer fram fyrir árslok 2025 er útgerðum að kostnaðarlausu.

Útgerðir umræddra skipa hafa þegar fengið tilkynningu og nánari leiðbeiningar um næstu skref. Um mikilvægt öryggismál er að ræða og leggur Samgöngustofa áherslu á gott samstarf til að tryggja úrbætur.