Menntun og vísindi
Meginhlutverk mennta- og vísindadeildar er að skipuleggja starfsnám nema, sjá um klíníska þjálfun starfsfólks og nemenda og efla vísindastarf þvert á allar deildir sjúkrahússins.
Hlutverk deildarinnar er enn fremur að veita aðgang að nýjustu og bestu þekkingu og fræðslu í heilbrigðisfræðum og gera aðstöðu til menntunar og vísindastarfsemi ákjósanlega við sjúkrahúsið.
Mennta- og vísindadeild skipuleggur starfsnám háskólanema og framhaldsskólanema í heilbrigðisgreinum auk þess að hafa umsjón með skipulagi sérnámsgrunnslækna, sérnámslækna og annarra nema í sérnámsstöðum.
Hér má sjá myndbönd úr starfseminni.
Sjúkrahúsið á Akureyri hefur um langt árabil annast starfsnám (klínískt nám) háskólanema í grunnnámi við Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og við erlenda háskóla. Einnig koma í starfsnám sjúkraliðanemar frá VMA ásamt fleiri skólum og nemar í öðrum starfsgreinum.
Allir nemendur eru skráðir hjá námsstjóra: nemar@sak.is.
Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er mögulegt að ljúka öllum sjúkrahúsmánuðum sérnámsgrunnsársins. Sérnámsgrunnsár (áður kandídatsár) á SAk er tími reynslu og náms fyrir nýútskrifaða lækna. Sérnámsgrunnslæknar öðlast þar hæfni í því að beita þekkingu sinni úr grunnnámi, fræðast betur um klíníska læknisfræði og fá reynslu sem nýtist til sjálfstæðra vinnubragða í frekara sérnámi og starfi sem læknar.
Hér hægt að nálgast allar upplýsingar er tengjast upphafi sérnámsgrunns sem á við alla námsstaði sem samþykkir eru að mats- og hæfisnefnd: Sérnámsgrunnslæknar - Landspítali (landspitali.is)
Frekari upplýsingar fást hjá námsstjóra: nemar@sak.is.
Á undanförnum árum hefur mikil þróun átt sér stað í uppbyggingu sérnáms lækna. Lögð hefur verið áhersla á þróun sérnáms í öllum stærstu greinum lækninga í samræmi við viðurkennda alþjóðlega staðla. Sérnámslæknar í eftirfarandi sérgreinum geta tekið tímabil á SAk:
Lyflækningar (4-12 mánuðir)
Bráðalækningar (6-12 mánuðir)
Skurðlækningar (6 mánuðir)
Bæklunarskurðlækningar (6-12 mánuðir)
Geðlækningar (6-12 mánuðir)
Svæfinga- og gjörgæslulækningar (6 mánuðir)
Fæðinga- og kvensjúkdómalækningar (6 mánuðir)
Barnalækningar (6 mánuðir)
Öldrunarlækningar (4 mánuðir)
Heimilislækningar (geta lokið sjúkrahúshlutanum á SAk – 2 ár)
Frekari upplýsingar fást hjá námsstjóra: nemar@sak.is.
Á Sjúkrahúsinu á Akureyri er hermisetur. Þar gefst heilbrigðisstarfsfólki og nemum kostur á að æfa sig við öruggar aðstæður. Markmiðið er að auka færni starfsfólks og nema, styrkja teymisvinnu og tryggja öryggi sjúklinga.
Reglulega eru haldin námskeið fyrir starfsfólk og nema innan SAk. Stærri námskeið eins og námskeið í sérhæfðri endurlífgun, þverfaglega hermikennslu, móttöku mikið slasaðra (BEST) ásamt styttri ný- og endurmenntunarnámskeiðum í ákveðnum verkþáttum. Sum þessara námskeiða eru skylda fyrir starfsfólk og nema á SAk, önnur eru valnámskeið.
Umsjón með skipulagi kennslunnar er höndum Hrafnhildar Lilju Jónsdóttur fræðslustjóra. Fyrirspurnir og skráning: namskeid@sak.is.
Þverfagleg hermikennsla
Í hermikennslu er æfð þverfaglega teymisvinna, samskipti, forgangsröðun verkefna og staðlað verklag í bráðaaðstæðum. Námskeiðið er skylda á námsári sérnámsgrunnlækna og sérnámslækna í ákveðnum greinum. Í fræðsluáætlun SAk er miðað við að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sitji slíkt námskeið a.m.k. á þriggja ára fresta. Auk þess er sjúkraliðum og sérhæfðu starfsfólki velkomið að taka þátt, allt eftir starfsemi deildar.
Sérhæfð endurlífgun
Gert er ráð fyrir að allt heilbrigðisstarfsfólk sem kemur að umönnun sjúklinga fái þjálfun í fyrstu viðbrögðum við neyðartilvikum og endurlífgun. Endurlífgunarráð SAk hefur gefið út markhópa fyrir hverja tegund námskeiðs. Námskeið í grunn- og sérhæfðri endurlífgun á SAk eru stöðluð samkvæmt leiðbeiningum evrópska endurlífgunarráðsins (ERC). Öll námskeiðin ERC sem kennd eru hér á landi eru faglega á ábyrgð Endurlífgunarráðs Íslands.
Móttaka og meðferð mikið slasaðra
Haldið er námskeið í móttöku og meðferð áverkasjúklinga (BEST) einu sinni til tvisvar á ári. Námskeiðinu er ætlað að bæta árangur áverkateymis með þjálfun á heimavelli. Námskeiðin eru byggð á hugmyndafræði BEST (Better and systematic trauma care).
Önnur námskeið
Ýmis önnur ný- og endurmenntunarnámskeið er haldin á mennta- og vísindadeild, s.s. námskeið í ákveðnum verkþáttum.
Sjúkrahúsið hefur sett sér stefnu í vísindum en forsendur góðrar heilbrigðisþjónustu eru rannsóknir og þróunarvinna ásamt möguleikum til að nýta sér nýja þekkingu. Öflugt vísindastarf við SAk eflir gæði þjónustu, mannauð og gerir sjúkrahúsið að aðlaðandi vinnustað fyrir framsækið fagfólk.
Ákveðið starfsfólk sjúkrahússins, sem uppfylla hæfniskröfur háskóla, gegnir störfum prófessora, dósenta og lektora við Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri (HHA) og við HÍ. Starfsfólk sem uppfyllir hæfniskröfur háskóla getur einnig sótt um akademískar nafnbætur þ.e. klínískur prófessor, klínískur dósent eða klínískur lektor og fá þannig viðurkenningu á akademísku hæfi.
Markmið SAk er að byggja upp öflugra rannsóknaumhverfi og efla rannsóknainnviði og rannsóknasamstarf. Í vísindastefnu SAk kemur fram vilji til að skapa góðar vinnuaðstæður fyrir rannsóknir. Skilgreint samstarf í gegnum HHA og aðrar vísindastofnanir styður við þessa þróun. Stærð og landfræðileg staðsetning sjúkrahússins gefur góða möguleika á þverfaglegu samstarfi og rannsóknum á heilbrigðismálum þeirra sem búa í dreifðum byggðum landsins. Þar liggja sóknarfæri og í stefnunni kemur fram að mikilvægt sé að vinna markvisst að eflingu frekara samstarfs við vísindastofnanir, háskóla, heilsugæsluna og fyrirtæki á sviði heilbrigðisvísinda.
Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er bent á að auka þurfi kröfur um gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustunni. Á SAk hafa verið innleiddar markvissar aðferðir gæðastjórnunar til að tryggja gæði og öryggi í allri starfseminni og eru forsendur þess að sjúkrahúsið hlaut alþjóðlega gæðavottun. Sjúkrahúsið er fyrst heilbrigðisstofnana á Norðurlöndum til að hljóta slíka vottun. Vottunaraðili er alþjóðlega fyrirtækið DNV-GL, eitt af stærstu fyrirtækjum þessa sviðs í heiminum. Sífellt er lögð áhersla á notkun mælikvarða og gæðavísa til að meta gæði og árangur á sjúkrahúsinu ásamt markvissu umbótastarfi sem grundvallist á nýjustu þekkingu og búnaði. Öflugt vísindastarf og nýsköpun er leiðarstef í slíku umbótastarfi á SAk.
Hlutverk
Hlutverk vísindaráðs er að móta vísindastefnu og sjá um kynningu á vísindastarfi sem fram fer á spítalanum. Árlega eru haldnir vísindadagar þar sem markverðar vísindaniðurstöður eru kynntar fyrir starfsfólki sjúkrahússins, fræðimönnum og almenningi.
Vísindaráð á að vera til ráðgjafar við veitingu viðurkenninga fyrir vísindastörf á Sjúkrahúsinu á Akureyri og jafnframt vera mennta- og vísindadeild til ráðgjafar um þau verkefni sem snúa að háskóla- og vísindastarfi og þróun heilbrigðisvísinda.
Skipunartími:
1. desember 2022 til 30. nóvember 2025
Aðalfulltrúar:
Laufey Hrólfsdóttir, forstöðumaður, formaður
Alexander Smárason, forstöðulæknir
Árún K. Sigurðardóttir, prófessor
Ragnheiður Harpa Arnardóttir, sjúkraþjálfari
Snæbjörn Guðjónsson, sérfræðingur í geðhjúkrun
Varafulltrúar:
Hannes Petersen, prófessor og sérfræðingur í HNE-lækningum
Björn Gunnarsson, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum
Hlutverk
Stjórn vísindasjóðs vinnur samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins, stýrir öllum málefnum sjóðsins og kemur fram út á við fyrir hönd hans. Stjórnin skal einnig sjá til þess að skipulag og starfsemi sjóðsins sé jafnan í réttu og góðu horfi. Úthlutun styrkja fer fram einu sinni eða tvisvar á ári og er úthlutað samkvæmt tillögum vísindaráðs Sjúkrahússins á Akureyri. Stjórnin er skipuð þriggja ára í senn og í henni sitja þrír fulltrúar og tveir til vara.
Skipunartími:
1. september 2019 til 31. ágúst 2025.
Aðalfulltrúar
Rannveig Jóhannsdóttir forstöðumaður skrifstofu fjármála, formaður
Álfheiður Atladóttir, hjúkrunarfræðingur gjörgæsludeild
Guðjón Kristjánsson, forstöðulæknir lyflækninga
Varafulltrúar:
Orri Ingþórsson, sérfræðingur fæðinga- og kvensjúkdómalækninga
Siðanefnd heilbrigðisrannsókna á Sjúkrahúsinu á Akureyri er þverfagleg siðanefnd skipuð af forstjóra sjúkrahússins samkvæmt lögum um vísindarannsóknir nr. 44/2014 og reglugerð um siðanefndir heilbrigðisrannsókna nr. 1186/2014. Um samskipti nefndarinnar við Persónuverndar gildir reglugerð nr. 1187/2014.
Hlutverk
Hlutverk siðanefndar heilbrigðisrannsókna á Sjúkrahúsinu á Akureyri er að meta vísindarannsóknir á heilbrigðissviði sem framkvæmdar eru innan stofnunarinnar eða í samstarfi við tengdar menntastofnanir hér á landi í þeim tilgangi að tryggja að þær samrýmist vísindalegum og siðfræðilegum sjónarmiðum.
Skipunartími
1. desember 2023 til 30. nóvember 2027.
Aðalfulltrúar:
Hólmar Örn Finnsson, formaður, tilnefndur af Landlækni
Hulda Sædís Bryngeirsdóttir, tilnefnd af Háskólanum á Akureyri
Alexander Smárason, tilnefndur af Sjúkrahúsinu á Akureyri
Elvar Örn Birgisson, tilnefndur af Sjúkrahúsinu á Akureyri
Harpa Snædal, tilnefnd af Sjúkrahúsinu á Akureyri
Heiðrún Ósk Ólafsdóttir, tilnefnd af Sjúkrahúsinu á Akureyri
Hólmfríður Kristjánsdóttir, tilnefnd af Sjúkrahúsinu á Akureyri
Varafulltrúar:
Georgio Baruchello, tilnefndur af Háskólanum á Akureyri
Elma Rún Ingvarsdóttir, tilnefndur af Sjúkrahúsinu á Akureyri
Guðjón Kristjánsson, tilnefndur af Sjúkrahúsinu á Akureyri
Gunnar Þór Gunnarsson, tilnefndur af Sjúkrahúsinu á Akureyri
Karítas Anja Magnadóttir, tilnefnd af Sjúkrahúsinu á Akureyri
Siðanefnd Sjúkrahússins á Akureyri fundar þriðja fimmtudag í hverjum mánuði. Gögn til siðanefndar þurfa að hafa borist á miðvikudegi, 14 dögum fyrir fund nefndarinnar.
Gögn og fyrirspurnir sendist á netfangið: sidanefnd@sak.is
Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri (HHA) og Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) er vísindaleg rannsóknastofnun sem til var stofnað með rammasamningi um samstarf milli HA og FSA (SAk) árið 2002. Með þessum samningi vildu SAk og HA efla kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum með því að auka samstarf og auka sýnileika þessara þátta í starfi stofnananna.
Meginhlutverk stofnunarinnar eru eftirfarandi:
Að vera sameiginlegur vettvangur til rannsókna fyrir starfsmenn sjúkrahússins og HA, svo og annarra heilbrigðisstofnana eftir nánara samkomulagi.
Að efla tengsl rannsókna og kennslu og samhæfa rannsóknir í heilbrigðisvísindum sem unnar eru við HA, sjúkrahúsið og aðrar heilbrigðisstofnanir.
Að styðja kennslu og þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum og veita nemendum í framhaldsnámi í heilbrigðisgreinum aðstoð við rannsóknastörf eftir því sem kostur er.
Að stuðla að samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaaðila á sviði heilbrigðisvísinda og sterkum tengslum við atvinnu- og þjóðlíf, þ.e. að sinna þjónustuverkefnum í rannsóknum á heilbrigðissviði.
Að gefa út og kynna niðurstöður rannsókna í heilbrigðisvísindum.
Að veita fræðslu og ráðgjöf varðandi málefni tengd heilbrigðisþjónustu.
Að standa fyrir og stuðla að því að haldin séu málþing og ráðstefnur á sviði heilbrigðisvísinda.
Að halda eða stuðla að því að haldin séu námskeið og fyrirlestrar.
Hér má finna upplýsingar um stjórn, starfsfólk og reglur stofnunarinnar:
Vísindaráð SAk sér um skipulagningu og umsjón árlegs Vísindadags Heilbrigðisvísindastofnunarinnar.
Heilbrigðisvísindasafn Sjúkrahússins á Akureyri er rafrænt rannsókna- og sérfræðisafn á heilbrigðissviði. Markmið Heilbrigðisvísindasafnsins er að veita starfsfólki SAk sem og nemendum aðgang að þeim vísindalegu og klínísku upplýsingum og þekkingu sem þeir þurfa í námi og starfi.
Heilbrigðisvísindasafnið tekur þátt í landsaðgangi að rafrænum áskriftum gagnasafna og tímarita. Auk þess er aðgangur að alfræðiritum og gagnasöfnum og tímaritum í opnum aðgangi. Einnig er gott samstarf við bókasafn Háskólans á Akureyri varðandi millisafnalán.
Sjúkrahúsið kaupir áskrift að gagnasafninu UpToDate Anywhere sem veitir aðgang að ritrýndu klínísku efni, svo sem sjúkdómsgreiningum, meðferðarleiðum og lyfjaupplýsingum.
Frekari upplýsingar: bokasafn@sak.is
Vísindadagur Sjúkrahússins á Akureyri og Heilbrigðisvísindastofnunar Háskólans á Akureyri er haldinn árlega. Á Vísindadeginum eru rannsóknir starfsfólks SAk og HHA kynntar auk þess sem veggspjöld sem lýsa niðurstöðum rannsókna/verkefna eru til sýnis.