Gæði og öryggi
Gæðaráð Sjúkrahússins á Akureyri var stofnað í núverandi mynd í maí árið 2000 samkvæmt stjórnskipulagi sem tók gildi 22. febrúar 1999. Þann 15. mars 2014 voru verkefni atvikanefndar felld undir gæðaráð og hlutverk þess eflt.
Gæðaráð
Meginverkefni gæðaráðs eru að framfylgja gæðastefnu og veita gæðastarfi forystu. Auk þess felast verkefnin í því að bæta öryggi og vinnulag á sjúkrahúsinu í ljósi skráðra atvika, tilvika og afleiðinga þeirra.
Gæðaráði er ætlað að fylgjast með stefnum og straumum, finna nýjar leiðir og standa fyrir þróun í gæða- og umbótastarfi.
Gæðaráð hefur umsjón með rekstri gæða- og atvikaskráningakerfis sjúkrahússins.
Í gæðaráði sitja átta fulltrúar lækna, hjúkrunarfræðinga og annars starfsfólks og þrír til vara.
Svið faglegrar framþróunar skipar í gæðaráð til þriggja ára í senn.
Ráðið heldur fundi einu sinni til tvisvar í mánuði.
Sjúkrahúsið á Akureyri hefur sett sér gæðastefnu. Grundvöllur gæðastarfsins er sjúklingurinn og aðstandendur hans. Með gæðastefnunni setur SAk sér þau markmið að:
Uppfylla þarfir og væntingar skjólstæðinga.
Veita skjólstæðingum skilvirka og örugga þjónustu.
Gæðahandbók sé virk og notendavæn.
Tryggja þjónustu óháð skipulagi.
Ferli séu sniðin að þörfum sjúklinga og aðstandenda.
Þverfaglegt samstarf og teymisvinna sé í fyrirrúmi.
Vinna markvisst að stöðugum umbótum.
Fylgjast með lykilþáttum í starfseminni.
Bregðast kerfisbundið við frávikum.
Birgjar uppfylli skilgreindar þarfir, gæðakröfur og gæðastaðla.
Starfsmenn séu virkir þátttakendur í gæðastarfi.
Sjúkrahúsið sé faggilt skv. DNV –GL Healthcare og vottað skv. ISO 9001, 14001, 27001 og 45001.
Fylgja viðeigandi kröfum.
Forstjóri, framkvæmdastjórn, heilbrigðisstarfsfólk og stjórnendur bera ábyrgð á því að gæðastefnu SAk sé framfylgt. Með gæðastarfi sjúkrahússins skal séð til þess að úrbætur og fyrirbyggjandi aðgerðir sem gripið er til innan stofnunarinnar sé hrint í framkvæmd, árangur mældur og fylgst sé með framvindu þeirra.
Oddur Ólafsson, svæfingalæknir, formaður
Erla Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs
Hannes Bjarnason, gæða- og verkefnastjóri
Helga Kristín Jónsdóttir, mannauðsráðgjafi
Helgi Haraldsson, öryggisstjóri
Jóna Valdís Ólafsdóttir, forstöðulyfjafræðingur
Ragnheiður Baldursdóttir, sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum
Rut Guðbrandsdóttir, sýkingavarnahjúkrunarfræðingur
Valborg Lúðvíksdóttir, aðstoðamaður gæðastjóra
Skipunartími
1. mars 2020 til 28. febrúar 2023.
Sjúkrahúsið á Akureyri er með alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni og er fyrsta heilbrigðisstofnunin á Íslandi til að hljóta slíka vottun.
Vottunin var upphaflega veitt síðla árs 2015 og er nú endurnýjuð í tvígang og gildir til síðla árs 2024. Vottunaraðilinn er alþjóðlega fyrirtækið DNV GL sem er eitt af stærstu fyrirtækjum á þessu sviði í heiminum. Jafnframt hlaut SAk vottun á allri sinni starfsemi samkvæmt ISO 9001:2015 staðlinum vorið 2019 og eftir endurnýjun síðla árs 2021 gildir sú vottun til fyrri part árs 2025.
Sjúkrahúsið er einnig með alþjóðlega vottun á samkvæmt upplýsingaöryggisstaðlinum ISO 27001 sem veitt var upphaflega árið 2019 og var endurnýjuð á haustmánuðum 2021. Úttektaraðli er BSI (British Standard Institution ) á Íslandi. Staðall þessi rammar inn alla vinnu er varðar stjórnun upplýsingaöryggis á sjúkrahúsinu.
Sjúkrahúsið hlaut jafnlaunavottun ÍST 85:2012 í byrjun árs 2020 og gildir sú vottun í 3 ár en vottunaraðilinn er BSI (British Standard Institution) Bretlandi. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.