Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða
Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða

Rannsóknamiðstöð Íslands

Rannsóknaþing

Rannís skipuleggur Rannsóknaþing þar sem tekin eru fyrir stefnumál á sviði rannsókna og nýsköpunar. Á Rannsóknaþingi eru veitt Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs því vísindafólki sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1987.

Rannsóknaþing 2026

Rannsóknaþing verður haldið fimmtudaginn 12. febrúar 2026 kl. 14.00-16.00, á hótel Reykjavík Natura, undir yfirskriftinni Opin og ábyrg vísindi. Á þinginu verður einnig tilkynnt um úthlutun Rannsóknasjóðs og veitt verða Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs fyrir árið 2026.

Nánari upplýsingar um Rannsóknaþing 2026 og skráning

Fyrri Rannsóknaþing

Upplýsingar um Rannsóknaþing síðustu ára er að finna hér: www.rannis.is/rannsoknathing/