Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða
Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða

Rannsóknamiðstöð Íslands

Um Rannsóknamiðstöð Íslands

Rannís hefur umsjón með helstu samkeppnissjóðum á sviði rannsókna og nýsköpunar, menntunar og menningar á Íslandi, auk samstarfsáætlana ESB og norrænna áætlana sem veita styrki til samstarfsverkefna, náms og þjálfunar.

Starfsemi Rannís skiptist í tvö fagsvið: Rannsókna- og nýsköpunarsvið og Mennta- og menningarsvið. Þvert á fagsviðin ganga Rekstrarsvið og Greiningar- og hugbúnaðarsvið með stuðningi við starfsemi þeirra.

Samskiptanetið er stórt, en skólar, stofnanir, einstaklingar og fyrirtæki auk stjórnsýslunnar tilheyra viðskiptavinahópi Rannís.

Rannís heyrir undir menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið og starfar á grundvelli laga um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003.

Hlut­verk Rannís

Hlutverk Rannís er að treysta stoðir íslensks þekkingarsamfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu.

Rannís styður þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum, ásamt því að greina og kynna áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag.