Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða
Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða

Rannsóknamiðstöð Íslands

Reglulegir viðburðir Rannís

Viðburðir af ýmsu tagi skipa stóran sess í starfsemi Rannís. Þeim er meðal annars ætlað að styðja við kynningarstarf á verkefnum og sjóðum sem Rannís hefur umsjón með. Ennfremur stendur Rannís fyrir viðburðum sem ætlað er að gera áhrif þekkingarsköpunar sýnilegri í samfélaginu, má þar nefna Rannsóknaþing, Nýsköpunarþing og Vísindavöku.

Rannís á einnig þátt í að hvetja vísinda- og fræðafólk til frekari dáða með viðurkenningum á borð við Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs og Nýsköpunarverðlaun Íslands í samvinnu við Íslandsstofu, Nýsköpunarsjóðinn Kríu og Hugverkastofunnar. Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru svo árlega veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

Nýsköpunarþing

Nýsköpunarverðlaun Íslands

Rannsóknaþing

Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs

Vísindavaka