Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða
Rannsóknamiðstöð Íslands Forsíða

Rannsóknamiðstöð Íslands

Rannsóknaþing 2026 - Opin og ábyrg vísindi

12. febrúar 2026

14:00 til 16:00

Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegur 52,

102 Reykjavík

Rannsóknaþing verður haldið fimmtudaginn 12. febrúar 2026 kl. 14.00-16.00, á hótel Reykjavík Natura, undir yfirskriftinni Opin og ábyrg vísindi. Á þinginu verður einnig tilkynnt um úthlutun Rannsóknasjóðs og veitt verða Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs fyrir árið 2026.

Á Rannsóknaþingi eru tekin fyrir stefnumál á sviði rannsókna og nýsköpunar, litið til baka og horft til framtíðar.

Dagskrá*

Dagskrá verður birt þegar nær dregur

*Birt með fyrirvara um breytingar.

Að loknu þingi er boðið upp á léttar veitingar.

Öll eru velkomin á Rannsóknaþing en gestir eru þó beðnir um að skrá sig á þingið.

Skráning

Rannsóknaþing fer að hluta til fram á ensku

Einnig verður hægt að fylgjast með Rannsóknaþingi í beinu streymi.

Hlekkur á streymi birtist hér þegar nær dregur.