Fara beint í efnið
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Við leitum að liðsauka við gerð stuðningsefnis fyrir aðalnámskrá grunnskóla

11. desember 2024

Við auglýsum eftir liðsauka við gerð stuðningsefnis fyrir greinasvið aðalnámskrár grunnskóla. Um tímabundið og afmarkað verkefni er að ræða sem varað gæti í um átta vikur, frá janúar til mars 2025. Að þessu sinni leitum við að liðsauka í gerð stuðningsefnis/námsmarkmiða fyrir upplýsinga- og tæknimennt og list- og verkgreinar (dans, leiklist, tónmennt, sjónlistir, heimilisfræði, hönnun og smíði og textílmennt). Verkefnahópar verða settir saman fyrir hverja námsgrein.

aðalnámskrá grunnskóla

Við leitum að áhugasömu fólki sem:

  • hefur góða þekkingu á aðalnámskrá grunnskóla

  • hefur ástríðu fyrir hæfnimiðuðu námi og kennslu

  • hefur mjög góða innsýn í skipulagningu náms og kennslu einhverra þeirra námsgreina sem um ræðir

  • starfar innan skólasamfélagsins

  • hefur þekkingu og kennslureynslu á yngsta stigi, miðstigi og/eða unglingastigi grunnskólans

  • býr yfir framúrskarandi samskiptahæfni og á gott með að vinna í hóp

Verkefnið er án staðsetningar og hvetjum við fólk alls staðar af að landinu til að óska eftir þátttöku. Leitast verður við að velja í verkefnahópa fólk með sem breiðasta þekkingu, reynslu og aðkomu að viðkomandi námsgrein.

Greitt er fyrir verkefnið samkvæmt taxta Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.

Umsækjendur fylli út meðfylgjandi form.

Umsóknum er hægt að skila inn til miðnættis sunnudaginn 29. desember 2024.

Fyrirspurnir vegna verkefnisins sendist á audurb@midstodmenntunar.is.

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Hafðu samband

Símanúmer: 514 7500
Netfang: postur@midstodmenntunar.is
Póstlistaskráning

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga:
09:00 - 15:00
Föstudaga: 09:00 - 12:00

Heim­il­is­fang

Víkurhvarf 3
203 Kópavogur

Kennitala: 660124-1280